Styrktarfélagið okkar hér á hjartalif.is er Hjartanet og er það skráð góðgerðarfélag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.
Fyrstu hlaupararnir sem ætla að hlaupa fyrir okkur eru búnir að skrá sig og von er á fleirum á næstu dögum. Við munum kynna þá hér einn af öðrum.
Hugmyndin hjá okkur er sú að það fé sem safnast með þessum hætti verði nýtt til að að gera tæknilegar endurbætur á hjartalif.is til að gera síðuna enn betri og notendavænni. Þetta eru nokkuð kostnaðarsamar breytingar þannig að ykkar stuðningur kæmi sér afar vel og myndi skipta okkur miklu máli.
Áheitasöfnun maraþonsins 2013 fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is.
Það er einfalt fyrir hlaupara að stofna aðgang á hlaupastyrkur.is og safna áheitum. Byrja þarf á því að skrá sig í hlaupið á marathon.is.
Í skráningarferlinu er hægt að velja Hjartanet sem eitt af skráðum góðgerðafélögum og stofnast þá viðkomandi sjálfkrafa á hlaupastyrkur.is að skráningu lokinni. Einnig geta skráðir hlauparar farið inn á hlaupastyrkur.is og stofnað aðgang í örfáum einföldum skrefum.
Hægt er að deila söfnunarsíðu hlaupara á samfélagsmiðlum og hvetja þannig vini og vandamenn til að heita á sig.
Heita á hlaupara
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir Hjartanet til styrktar hjartalif.is í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.
Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 26. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 24. ágúst 2013.
Auðvelt er að heita á hlaupara á hlaupastyrkur.is. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu og með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.
Bæði er hægt er að heita á einstaklinga og boðhlaupslið. Auðvelt er að leita að einstaklingi eða liði með því að slá inn nafn eða hluta úr nafni viðkomandi í leitarstrenginn.
Einnig er hægt að finna hvaða einstaklingar og lið hlaupa fyrir hvert góðgerðafélag í listanum yfir góðgerðafélög.
Eins og áður sagði er Hjartanet styrktarfélagið okkar hér á hjartalif.is.
Hér er tengill inn inn á hjartanet á hlaupastyrkur.is fyrir þá sem hafa hug á því að styrkja okkur eða hlaupa fyrir okkur.