-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað – Af lífi og sál

Nándin við náttúruna fær einhvernveginn aðra dýpt þegar ferðast er um á hjóli.

Mér finnast hjólreiðar á rafhjóli skemmtilegt sport og frábært áhugamál. Mér finnast felast mikil lífsgæði í því að geta tekið Blíðfinn út úr bílskúrnum og tekið hring. Auk þess færir það mér lífsgleði og heilmikinn lífsþorsta.

Mikil aukning hefur orðið í hjólreiðum í borginni á síðustu árum. Samhliða þessu hafa yfirvöld lagt, lagað og endurbætt fjölda stíga og leiðirnar alltaf að verða fleiri, betri og greiðari til hagsbóta fyrir þá sem um stígana ferðast.

-Auglýsing-

Við Blíðfinnur finnum þetta á eigin skinni og hjóluðum fyrir hjartað um 2000 km í sumar og nutum hvers kílómeters og hverrar mínútu. Það er fátt betra á fallegum degi en að hjóla um bæinn því sjónarhornið á hjóli er einstaklega skemmtilegt og víða mjög fallegt.

Hjólreiðarnar og útiveran gerði mér gott og við Blíðfinnur fórum víða. Og hjóluðum líka úti á landi og fórum um Borgarfjörðinn og Eyjafjörð svo dæmi séu tekinn. Við hittum mikið af fólki og það er mög svo gleðilegt að sjá hvað margir eru komnir á rafhjól og mikil vakning meðal þeirra sem eru með skerta getu af einhverjum orsökum. Margir hafa auk þess fylgst með hjólabröltinu mínu í gegnum hjartalif.is þar sem ég hjóla fyrir hjartað.

- Auglýsing-

Það gefur mér óneitanlega mikið þegar fólk stoppar mig og segir mér að þetta hjólabrölt mitt hafi haft áhrif á líf þess. Fólk sem hafði jafnvel setið í sófa svo árum skiptir er farið að leggja land undir hjól og farið að njóta útiveru. Að rekst á slíkt fólk er mér mikil hvatning og sýnir svo ekki verður um villst að það sem ég er að gera skiptir máli og hefur áhrif.

Dæmisögurnar

Vinur minn á föður sem varð áttræður í sumar og hafði verið að fylgjast með mér hjóla fyrir hjartað. Í sumar fékk hann rafhjól í afmæligjöf á áttræðisafmælinu. Nú hjólar hann um sína heimabyggð og nágrenni eins og herforingi og nýtur hverrar mínútu.

Mér dettur í hug maðurinn sem hjólaði upp að mér í Kópavogi og heilsaði mér kumpánalega og sagði að honum fyndist hann þekkja mig eftir að hafa lesið pistlana um hjólað fyrir hjartað á hjartalif.is. Hann sagði mér að þetta hefði virkað mjög hvetjandi á hann og nú hjólaði hann um bæinn nokkrum sinnum í viku. Í þeim töluðu orðum geystist hann af stað út í buskan á rafhjólinu sínu.

Eða konan á sextugsaldri sem hafði glímt við ýmiskonar krankleika og átti erfitt með að stunda göngur. Hún fór að fylgjast með því hvernig ég hjartabilaður einstaklingurinn með ýmiskonar stoðkerfisvandmál fór að hjóla og algjörlega verkjalaust. Hún þakkaði fyrir hvatninguna og með þeim orðum klappaði hún fagurrauðu rafhjólinu sínu, settist í hnakkinn og hjólaði brosandi í burtu.

Af lífi og sál

Ég gæti sagt ykkur svona sögur í allan dag. Sögur af fólki sem leið kannski illa eða átti við vandamál í stoðkerfi eða glímdi við aðra líkamlega krankleika sem höfðu haldið aftur af því. Fólki eins og mér sem hafði átt erfitt með að finna leið til að njóta vegna hjartabilunar. En svo fann ég mína leið sem var að hjóla fyrir hjartað og það var sannarlega leið til aukinna lífsgæða, lífsgæða á hjóli.

Ég hjóla minna yfir vetrartímann en Blíðfinnur vinur minn er klár í skúrnum og þegar vindar eru hagfelldir fáum við okkur túr. Hann er ekki alltaf langur en ævinlega gleðiríkur. Stundum eru dagarnir þannig að það er ekki mikil orka aflögu til hjólreiða þá höfum við Blíðfinnur hægt um okkur og hugsum til liðinna daga og skipuleggjum hjólaferðir framtíðarinnar.

Eitt er víst að við erum rétt að byrja og ég sé fram á að hjóla fyrir hjartað af lífi og sál um ókomin ár.

Verum tillitsöm við hvort annað í umferðinni.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-