-Auglýsing-

Hjartaþræðingum fækkar verulega

Það er flókin tækjabúnaður notaður við hjartaþræðingu.

Hjartaþræðingum hefur fækkað um tæp tólf prósent og kransæðavíkkunum um rúm 14 prósent það sem af er þessu ári. Svo virðist sem sjúklingar veigri sér við að leita á bráðamóttöku vegna einkenna frá hjarta. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu.

Hjartaþræðingum á Landspítalanum fækkaði um 11,9 prósent á tímabilinu frá janúar til júní á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Kransæðavíkkunum fækkaði um 14,3 prósent á sama tímabili.

-Auglýsing-

Covid-19 hefur mikil áhrif

Karl Andersen, yfirlæknir á Hjartagátt Landspítala, segir skýringuna meðal annars felast í því að sjúklingar veigri sér við að leita á bráðamóttöku vegna einkenna sinna. „Á COVID-tímanum í vor varð vart við umtalsverða fækkun í komum á bráðamóttöku vegna hjartaáfalla um allan heim, allt að 40 prósentum. Það er talið að þetta stafi ekki af raunverulegri fækkun tilfella,“ segir hann. „Þegar frá líður hafa þessir sjúklingar verið að greinast og vísbendingar eru um að þeir komi seint til læknis,“ segir Karl og bætir við að tilfelli á Íslandi séu hins vegar allt of fá til að hægt sé að fullyrða um að slíkt eigi við hér.

„Hins vegar er almenna viðhorfið og tilmæli alþjóðlegra hjartalæknasamtaka að þó að við þurfum að viðhafa „social distancing“ eigi það alls ekki að leiða til „medical distancing“. Með öðrum orðum, sjúklingar með einkenni frá hjarta eiga að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar grunur er um bráð hjartavandamál,“ segir Karl.

- Auglýsing-

Heimild: Fréttablaðið

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-