Hjartastopp eru ekki alltaf jafn fyrirvaralaus og skyndileg eins og margir halda og útlit er fyrir að meira en helmingur þeirra sem fá hjartastopp hafi fengið viðvörunarmerki allt að mánuði áður, ef marka má niðurstöður rannsókna.
Í rannsóknum hefur komið í ljós að meira en helmingur hafði fengið viðvörunarmerki allt að mánuði áður en hjörtu þeirra hættu skyndilega að slá.
Hjartastopp á sér stað þegar hjartað hættir að slá, yfirleitt vegna bilunar í rafkerfi þess. Hér á landi er talið að um 20% þeirra sem fá hjartastopp utan sjúkrahúss lifi af ef þeir fá fyrstu hjálp (hjartahnoð) strax og hjartastuðtæki er notað fljótt eftir áfall til að koma hjartanu í eðlilegan takt.
Hér á Íslandi er talið að milli 100 og 200 hjartastopp verði árlega utan sjúkrahúss og miðað við þessar tölur er líklegt að einhverjir tugir manna og kvenna láti hér lífið á hverju ári af þessum völdum.
Cedars-Sinai rannsóknin
„Þegar sjúkraflutningamenn koma á staðinn er það oft of seint“, sagði Eloí Marijon, MD, aðalhöfundur fyrri rannsóknarinnar sem framkvæmd var við Cedars – Sinai Heart Institute í Los Angeles.
Umrædd rannsókn er hluti af 11 ára rannsókn í Oregon á óvæntum dauðsföllum, þar sem rannsakaðir voru 1 milljón karla í miðhluta Portland. Vísindamennirnir söfnuðu upplýsingum um einkenni og heilsufarssögu karla á aldrinum 35-65 ára sem höfðu fengið hjartastopp utan sjúkrahúss á árunum 2002-2012.
Meðal 567 karla sem höfðu fengið hjartastopp utan sjúkrahúss höfðu 53 prósent fengið einkenni fyrir hjartastoppið. Af þeim sem höfðu fengið einkenni höfðu 56 prósent fengið brjóstverk, 13 prósent höfðu fengið mæði og 4 prósent hafði fengið svima, yfirlið eða hjartsláttarónot.
Næstum 80 prósent einkennanna komu milli fjögurra vikna og einnar klukkustundar áður en hjartastoppið átti sér stað.
Flestir karlanna höfðu kransæðasjúkdóm en aðeins um helmingur þeirra hafði verið greindur með sjúkdóminn áður en þeir fengu hjartastoppið.
„Lærdómurinn sem má draga af þessu er að ef þú hefur þessar tegundir af einkennum skaltu ekki hunsa þau“, sagði Sumeet Chugh, sérfræðingur og framkvæmdastjóri fyrir erfðafræðihluta hjartadeildar á Cedars-Sinai hjartastofnunninni. „Farið á bráðamóttöku strax og ekki láta hjá líða“.
Mayo Clinic rannsóknin
Í hinni rannsókinni sem fjallað var um á vef Mayo Clinic voru þáttakendur 839 karlar og konur þar sem svipað hlutfall og í fyrri rannsókinni, fundu fyrir samsvarandi einkennum og var ekki munur á milli kynja. Það sorglega er að í flestum tilfellum voru þessi einkenni hundsuð.
Dr. Sharon Hayes hjá Womens heart clinic hjá Mayo Clinic segir að rannsóknin sýni að um helmingur sjúklinga finni fyrir einkennum allt að fjórum vikum fyrir hjartastoppið. Og eins og í fyrri rannsókninni fundu sumir fyrir einkennum 1 til 24 stundum fyrir atburðinn.
Rannóknin sýnir einnig að þeir sem fundu fyrir einkennunum og höfðu samband við Neyðarlínuna (112) voru fimm sinnum líklegri til að lifa hjartastoppið af en þeir sem létu hjá líða að leita aðstoðar.
Þetta er því þörf áminning um að leita læknisaðstoðar ef einkenna verður vart.
Viðvörunarmerkin eru helst þessi
- Brjóstverkir eða þrýstingur sem leiðir út í axlir, handleggi, háls eða kjálka
- Svitakóf
- Óreglulegur eða hraður hjartasláttur
- mikil þreyta
Þýtt og stílfært af vef Amerísku hjartsamtakanna og vef Mayo Clinic.
Munið eftir að læka við okkur á Facebook