-Auglýsing-

Hávaði skemmir heyrnina og hefur áhrif á hjartað

Eyrað er gluggi að hjartanu

Eins undarlega eins og það kann að hljóma virðist vera tenging á milli hjartasjúkdóma og heyrnarskerðingar. Flest okkar eru meðvituð um að fylgjast með blóðþrýstingi og kólesteróli en leiða kannski ekki hugann að heyrninni.

Rannsakendur hafa jafnvel tekið svo djúpt í árinni að tala um að eyrað sé glugginn að hjartanu. Á undanförnum árum hafa vísindamenn tekið eftir því að fylgni er á milli áunnar heyrnarskerðingar og hjarta og æðasjúkdóma, háþrýstings, efnaskiptavillu, sykursýki2 og reykinga. Við leituðum til Ellisifjar Björnsdóttur sem er löggiltur heyrnarfræðingur hjá Heyrn ehf sem tók fyrir okkur saman pistil um heyrnarskerðingu.

Talið er að um 10% jarðarbúa séu heyrnarskert. Hávaði hefur skemmt heyrnina í þriðjungi þeirra en hjá því hefði mátt komast með forvörnum. Margt bendir til þess að heyrnarskertum hafi fjölgað hlutfallslega vegna vaxandi hávaða í umhverfi okkar, s.s. frá tónlist, vélum og umferð.

En hvað er hávaði? Hljóðstyrkur nefnist hávaði ef hann er það mikill að hann getur skemmt heyrnina. Heyrnarskerðing er einn algengasti atvinnusjúkdómurinn í okkar iðnvæddu veröld.

Forvörn er betri en meðhöndlun

Hvernig skaðar hávaði heyrnina? Verði einstaklingur fyrir miklum hávaða getur hin viðkvæma bygging innra eyrans skemmst. Ef það gerist hefur hann orðið fyrir varanlegri heyrnarskerðingu sem getur bæði orðið af völdum mikils hvells, s.s. sprengingar, og viðvarandi hávaða. Eyrnasuð er oft fylgikvilli heyrnarskerðingar en það er ýlfur eða sónn í eyrum eða höfði. Eyrnasuðið getur horfið, en er oft sleitulaust eða kemur og fer tímabundið alla ævi. Hávaði er slæmur heilsunni, líkaminn spennist upp og fer í varnarstöðu, blóðþrýstingur hækkar og að vera í hávaða í lengri tíma veldur mikilli þreytu og minnkar einbeitningu.

Það má í raun algjörlega koma í veg fyrir heyrnarskerðingu sem stafar af hávaða í umhverfinu eða í vinnunni. Hér eru nokkur ráð um það hvernig hlífa má heyrninni sem best:

- Auglýsing-

• Forðast hávaða.
• Takmarka þann tíma sem maður er í hávaða.
• Nota eyrnatappa, heyrnarhlífar eða heyrnarsíur þegar maður þarft að vera í hávaða.
• Hlífa skal börnum við hávaða þar sem þau hafa ekki vit á að verja sig sjálf.
• Hafa hljómflutningstæki, spilara og því um líkt ekki allt of hátt stillt. Sama gildir um útvarpið í bílnum.
• Huga að því sem veldur hávaða í umhverfinu.
• Hvíla á eyrun í um það bil sólarhring ef maður hefur lent í allt of miklum hávaða.

Hægt er að fá eyrnatappa sem eru úr frauði, gúmmíi, silíkoni eða vaxi. Algengustu og ódýrustu tapparnir eru úr frauði en þeir dempa hávaða, sem nær til innra eyra, um allt að 35 dB. Sérsmíðaðar heyrnarsíur, sem algengt er að tónlistarfólk noti, deyfa allar tónhæðir jafnt svo að tónlistin bjagist ekki. Slíkir síur fást líka mótaðar eftir afsteypu af hlustinni svo að þær eru þægilegar í notkun.

Er einhver ástæða til að sætta sig við að heyra aðeins hálfa heyrn?


Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að heyrnarskerðing er einn algengasti kvilli sem hrjáir fólk sem komið er um og yfir miðjan aldur. Ef þessi kvilli er ekki meðhöndlaður hefur hann mikil áhrif á lífsgæði fólks. Þannig þarf það ekki að vera. Lausnin felst í að uppgötva kvillann snemma og að gripið sé inn í. Fólk, sem notar heyrnartæki, lifir betra lífi, hefur meira sjálfsöryggi og almennt styrkari sjálfsmynd. Nútíma heyrnartæki eru fíngerð, þægileg, snotur og jafnvel ósýnileg auk þess að vera öflug.

Því ætti engin að láta heyrnina aftra sér í að taka þátt í lífinu. –Láttu mæla heyrnina, það er ekki flókið.

Ellisif Björnsdóttir Heyrnarfræðingur hjá Heyrn ehf.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-