-Auglýsing-

Hafa sent fyrirspurnir um hjartastuðtæki á völlum

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir í samtali við Fréttatímann að sambandið taki atburði sem þessa mjög alvarlega. „Við sendum til að mynda nú í byrjun vikunnar bréf til allra félaga í efstu deild karla og kvenna sem og fyrstu deild karla með fyrirspurn um hvort hjartastuðtæki sé til staðar á völlunum og hvort einhver kunni á tækið. Við bíðum eftir svörum frá félögunum og skoðum hver staðan er í framhaldinu,“ segir Þórir.
Aðspurður segir Þórir að gerð sé krafa um læknisskoðun í Leyfiskerfi KSÍ en það sé ekki tæmandi læknisskoðun. „Þetta er ekki eins stíft og hjá Knattspyrnusambandi Evrópu en liðin í Evrópukeppninni þurfa að gangast undir mjög stífa læknisskoðun. Mér telst til að á síðustu þremur árum hafi leikmenn sjö liða í efstu deildinni hér heima gengist undir líka læknisskoðun sem felur meðal annars í sér hjartaómskoðun,“ segir Þórir og bætir við að í kjölfarið á atvikinu þegar Fabrice Muamba hneig niður um síðustu helgi hafi forráðamenn KSÍ ákveðið að taka með hjartastuðtæki í allar keppnisferðir erlendis.

www.frettatiminn.is 23.03.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-