Heilbrigðisráðherra var púaður niður á tvöþúsund manna fundi í Hafnarfirði í dag um framtíð Sánkti Jósefsspítala. Mótmælin dynja á ráðherranum hvaðanæva að vegna sparnaðaraðgerða en hann spyr á móti hvort fólki vilji frekar gríðarlegar gjaldskrárhækkanir og þjónustuskerðingu.
Ályktanir gegn áformum stjórnvalda í heilbrigðisgeiranum hafa hellst yfir Guðlaug Þór síðustu sólarhringa og þéttsetið íþróttahús Hafnfirðinga sagði sitt um hug bæjarbúa til þess að breyta Sánkti Jósefsspítala í öldrunarsjúkrahúss. Félag sjálfstæðismanna í Hafnarfirði hefur meira að segja ályktað gegn ríkisstjórninni. Ráðherrann reyndi að gera fundarmönnum grein fyrir alvarlegri stöðu ríkissjóðs, 150 milljarða halla.
Valið stæði um hvort fólk vildi frekar gríðarlegar gjaldskrárhækkanir og mikla þjónustuskerðingu eða fara í þá hagræðingu sem nú væri stefnt að.
Sjá nánar umfjöllun fréttastofu stöðvar 2 hér
www.visir.is 10.01.2009