-Auglýsing-

GoRed fyrir konur á Íslandi

GoRed á Íslandi fékk í vikunni afhent styrktarfé sem safnaðist í tengslum við GoRed daginn á Íslandi sem haldinn var á konudaginn 22. febrúar s.l. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fulltrúar Skeljungs, Blómavals, Lyfja og heilsu og Elizabeth Arden afhentu framlag sitt fulltrúa stjórnar GoRed á Íslandi og var myndin tekin við það tækifæri.

GoRed átakið var styrkt af Skeljungi, Blómavali og Elizabeth Arden snyrtivörufyrirtækinu sem jafnframt er styrktaraðili átaksins á heimsvísu. Á myndinni má sjá Guðrúnu M. Örnólfsdóttur markaðsstjóra hjá Skeljungi, Hrönn Ingólfsdóttur framkvæmdastjóra markaðssviðs Skeljungs, Bylgju Valtýsdóttur upplýsingafulltrúa Hjartaverndar fyrir hönd stjórnar GoRed, Elísabetu Jónsdóttur markaðs- og skristofustjóra Forval sem er umboðsaðili Elizabeth Arden, Sigríði Þóru Magnúsdóttur fulltrúa Lyfja og heilsu og Kristin Einarsson framkvæmdastjóra verslunarsviðs Blómavals. Á myndina vantar fulltrúa Hagkaups. 

-Auglýsing-

Á konudaginn rann allur ágóði af blómasölu Skeljungs til GoRed átaksins og Blómaval seldi sérstaka blómvendi í búðum einnig til styrktar átakinu. Alls safnaði Skeljungur 175.755 krónum og Blómaval 150.000 þúsund krónum. Hagkaup og Lyf og heilsa í samstarfi við Elizabeth Arden létu 500 krónur renna til GoRed af hverri seldri tösku með 8hr línunni frá Eliszabeth Arden. Taskan er enn til sölu og verður það áfram þar til í byrjun maí. 

Á næsta ári verður GoRed dagurinn aftur haldinn á konudaginn og verður dagurinn tileinkaður hjarta- og æðasjúkdómum meðal kvenna. Stefnt er að því að koma á laggirnar sérstökum rannsóknarsjóði GoRed á Íslandi. Hlutverk sjóðsins verður að efla rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum og fræðslu og forvörnum meðal kvenna um hjarta- og æðasjúkdóma. Formleg stofnun sjóðsins verður á GoRed daginn 2010, konudaginn, og er það vel við hæfi.

GoRed mun einnig kappkosta að sækja landsbyggðina heim með opnum fræðslufundum á næsta ári. Fulltrúar stjórnar GoRed hafa nú þegar veitt félaga- og líknarsamtök fræðslu til að efla vitundarvakningu kvenna á hjarta- og æðasjúkdómum.

Eins ber að geta að í kjölfar GoRed dagsins verður stofnuð sérstök kvennadeild innan Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga. Stofnfundur verður 5. maí n.k. í húsnæði SÍBS og hvetur stjórn GoRed á Íslandi allar konur sem kynnst hafa sjúkdómnum að eigin raun eða sem aðstandendur að gerast stofnaðilar.

- Auglýsing-

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga má úr líkum á sjúkdómunum.
GoRed átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation. Verndari átaksins hér á landi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra.

www.hjarta.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-