Það er löngu vitað að hættan á hjartaáfalli eykst með slæmum lífsstílsvenjum, of miklu af óhollum mat og of lítilli hreyfingu. En það kemur kannski á óvart hvaða leiðir eru mögulegar til að minnka líkurnar.
Hjartaáfall verður þegar myndast blóðtappi sem lokar kransæðum að hluta eða öllu leiti og hindrar þar með eðlilegt blóðflæði til hjartavöðvans sem sér um að næra hjartað.
Kynlíf
Ný rannsókn bendir til þess að kynlíf eftir hjartaáfall er ekki bara áhættulaust með öllu heldur minnkar líkur á því að fá annað hjartaáfall. Ástæðan er sú að kynlíf stuðlar að hóflegri hreyfingu segja þýskir vísindamenn við Háskólan í Ulm. Segja þeir jafnframt að kynlíf jafnist á við að ganga upp tvær hæðir eða léttan göngutúr.
Inflúensubóluefni
Það er ekki nóg með að bólusetningin minnki líkur á því að fá hita og þú þurfir að tilkynna þig veikan og einkenni verði svæsin, heldur minnka líkur á hjartaáfalli.
Rannsakendur skoðuðu fimm rannsóknir þar sem þátt tóku meira en 6.700 sjúklingar þar sem 36% þeirra áttu sögu um hjartavandamál.
2,9% þeirra sem fengu inflúensubóluefni fengu hjartaáfall eða annað hjartatengt vandamál innan eins árs. Af þeim sem fengu lyfleysu voru 4,7% sem fengu hjartatengd vandamál innan árs. Það vakti athygli að þeir sem voru áhættuhóp, höfðu fengið hjartaáfall eða önnur bráð hjartavandamál höfðu mest gagn af bóluefninu.
Góðir nágrannar
Í rannsókn frá Háskólanum í Michigan þar sem um 5000 manns eldri en 70 ára tóku þátt, sýndi að það virðist vera gott fyrir hjartað að eiga góða nágranna, hafa sterk tengsl við þá og lifa í sátt.
Þátttakendum var fylgt eftir í fjögur ár og á því tímabili fengu 148 hjartaáfall, 66 konur og 83 karlar. Þeir sem höfðu svarað því í spurningalista að þeir leggðu á það mikla áherslu að þeir væru væru í góðum samskiptum við nágranna sína virtust í minni áhættu að fá hjartaáfalli samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.
Gott samband, þó ekki væri við nema einn nágranna minnkaði áhættuna um heil 17%.
Bjór
Í nýlegri sænskri rannsókn kom fram að tveir bjórar á viku gætu minnkað líkur kvenna á hjartaáföllum um allt að 30%. Í þessari rannsókn var 1500 konum fylgt eftir frá árinu 1968 þar sem horft var til þeirra sem drukku bjór og þeirra sem drukku ekki yfir höfuð. Rannsóknir þar sem karlmenn eru þátttakendur bera að sama brunni.
Garðvinna og gerðu það sjálf(ur)
Garðvinna og verkefni sem flokkast undir „gerðu það sjálfur“ (do it your self) er jafn áhrifarík verkefni og regluleg hreyfing ef þú vilt forðast kransæðasjúkdóm eða koma í veg fyrir ótímabæran dauða.
Þetta kom fram í rannsókn frá Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi, þar sem 4200 einstaklingar eldri en 60 ára voru spurð um lífsstílvenjur og hreyfingu ásamt því að fylgjast með kransæðavandamálum hópsins í 12 og hálft ár.
Niðurstöðurnar sýndu að garðvinna og „gerðu það sjálfur“ verkefni minnka líkur á hjarta og heilaáfalli um heil 30%.
Björn Ófeigs.
Munið eftir að læka við okkur á Facebook