-Auglýsing-

Gleðilegt ár

Við hér á hjartalif.is þökkum samfylgdina á árinu og tökum hinu nýja fagnandi.

Gleðilegt ár kæru lesendur. Enn á ný hefur nýtt ár gengið í garð og því ber að fagna. Það er ekki sjálfsagt að fá að líta nýja daga og mér finnst alltaf spennandi að fagna nýju ári og árið 2024 er þar enginn undantekning.

Ég held að það sé óhætt að segja að fáir gráti 2023 sem var einkennilegt ár í skugga jarðskájflta og eldvirkni á Reykjanesi. Það sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum og við bíðum með öndina í hálsinum hvað gerist næst.

Við lærðum mikið í þessu ástandi en það er ljóst að margir Grindvíkingar eiga um sárt að binda eftir að hafa jafnvel misst heimili sín í hörmungunum auk allra þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sín. Sem betur fer hefur ekki orðið mannfall í þessum hörmungum og er það mikið lán.

-Auglýsing-

Hér á hjartalif.is var 2023 gott ár og gaman að segja frá því að síðustu 12 mánuði höfum við verið með um 50.000 heimsóknir á mánuði að meðaltali. Við horfum björtum augum til nýs árs og ætlum að halda áfram þessu frábæra starfi sem gefur okkur svo mikið.

Við þökkum ykkur samfylgdina á árinu 2023 og horfum björtum augum mót hækkandi sól.

- Auglýsing-

Verum góð við hvort annað.

Björn Ófeigs.   

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-