-Auglýsing-

Förum vel með hjartað

„Það er alltaf mikilvægt að vita fjölskyldusögu sína þegar kemur að hjarta- og æðasjúkdómum,“ segir Bylgja Valtýsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjartaverndar. „Fólk þarf alltaf að hafa þetta helsta í huga þegar kemur að því
að passa hjartað, ekki reykja, hreyfa sig reglulega og halda kjörþyngd.“

Ættarsaga skiptir máli
Bylgja segir að þeir sem eiga að skoða það að fara í áhættumat séu fullorðnir einstaklingar sem vilja láta kanna líkurnar á að þeir fái hjartasjúkdóm. Einstaklingar sem hafa ættarsögu um kransæðasjúkdóma og allir yfir fertugt
eru sérstaklega hvattir til að fara í áhættumat. „Hjarta og æðasjúkdómar eru ekki algengir hjá yngri kynslóðum
en auðvitað eru alltaf undantekningar. Við hugsum þetta sem forvörn því of hátt kólesteról getur verið einkennalaust og hár blóðþrýstingur getur verið það líka.“

-Auglýsing-

Þjóðin að þyngjast
Bylgja segir það áhyggjuefni að við erum að þyngjast sem þjóð. „Eftir fertugt er mælt með því að fólk fylgist reglulega með hjartanu. Mikilvægt er að láta mæla helstu áhyggjuþætti reglulega. Blóðþrýsting á að láta mæla einu sinni á ári,
blóðsykur á þriggja ára fresti og kólesterólið líka,“ segir Bylgja.

Tímarit Hjartaverndar
Til að sinna fræðsluhlutverki sínu hefur Hjartavernd staðið að útgáfu ritaðra fræðslubæklinga um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, og gefið út tímarit Hjartaverndar samfellt í 38 ár. „Það á að fara vel með hjartað þvívið eigum bara eitt,“ segir Bylgja.

- Auglýsing-

24 stundir 23.09.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-