Hefðbundinn erill var á slysamóttöku Landspítalans um hátíðirnar. Þegar spurst var fyrir um annirnar í gærkvöldi sagði læknir á vakt að talsvert hefði verið um að bráðveikt fólk leitaði læknishjálpar, þar með talið fólk sem fékk hjartabilun eftir að hafa snætt jólamatinn. Slík tilfelli komi upp ár hvert. Hins vegar var lítið um hálkuslys.
Morgunblaðið 27.12.2012
-Auglýsing-