Það gæti verið þess virði að sitja uppi með eitthvað sem heldur þér á lífi um nánustu framtíð.
Dr. Miriam Stoppard er kannski ekki vel þekkt hér á landi en í Bretlandi er hún vel þekkt.
Hún starfaði sem læknir, sérfræðingur í lyfjaþróun og rannsóknum, höfundur 80 bóka sem seldar hafa verið í yfir 25 milljónum eintaka, starfaði í fjölmiðlum um 18 ára skeið og skrifar ennþá pistla í Daily Mirror. Dr. Stoppard er 76 ára gömul en hefur sjaldan eða aldrei haft það betra.
Í tilefni af umræðunni um statín lyf skrifaði hún athyglisverðan pistil á dögunum í Mirror þar sem hún veltir upp sínum vangaveltum um notkun á statín lyfjum (kólesteról lækkandi lyfjum).
Systir mín er ein af þessum manneskjum sem varð að hætta að taka statín lyf vegna aukaverkanna, en þær best þekktu eru óþægindi í vöðvum eða vöðvaverkir.
En á okkar aldri eru óþægindi og verkir eitthvað sem kemur upp á á hverjum degi, og við erum á þeim aldri sem er fjölmennastur í notkun statín lyfja.
Hvernig getum við þá sagt til um að „aukaverkanir“ stafi við það að taka statín lyf eða eru óþægindin tilviljanir?
Þetta er ekki svo galin spurning. Þegar ég vann við að rannsaka ný lyf þá vorum við alltaf með hóp af sjúklingum sem fékk lyfleysu (placebo) til samanburðar.
Þegar kom að því að greina niðurstöðurnar, tók ég eftir því að mjög oft fundu þeir sem tóku lyfleysuna fyrir meiri aukaverkunum en þeir sem tóku raunverulegu virku lyfin.
Það er ekki til það lyf í heiminum sem ekki hefur aukaverkanir og það er mikilvægt að vita hverjar þær eru og tíðni þeirra.
Mörg lyf hafa dramatískar og vel skjalfestar hliðarverkanir.
Maga óþægindi af völdum aspirín eru eitthvað sem kemur strax upp í hugann, svo eru það áhrifin sem Viagra getur haft áhrif á sjón og gefur öllu bláleitan blæ.
Þrjú mikið notuð sýklalyf hafa aukaverkanir: erythromycin getur orsakað söng í eyrum, rifampicin gerir þvag skær appelsínugult, vancomycin getur leitt til þess að húðin verður skarlatsrauð.
Svo er það svefnlyfið zolpidiem , sem getur stuðlað að því að fólk gengur í svefni, sem getur verið mjög truflandi.
Til eru sögur af fólki sem hefur farið fram úr rúmi og gengið út í búð, steinsofandi.
En aftur að statín lyfjunum. Fólki finnst eðlilega erfitt að eiga við aukaverkanir þeirra því lyfin eru ekki notuð til að meðhöndla sjúkdóm heldur koma í veg fyrir hann.
Þannig að þegar þú tekur lyfin ertu oftast heilbrigð/heilbrigður og ekki tilbúinn til að samþykkja óþægilegar hliðar á virkni lyfsins.
En bíddu augnablik. Það getur verið þess virði að sitja uppi með eitthvað sem heldur í þér lífi um nánustu framtíð.
Í Bretlandi eru statín lyf nú boðin öllum þeim sem eru í 20% áhættu eða meiri á því að þróa með sér hjarta og æðasjúkdóm á næstu 10 árum, þar sem tekið er tillit til aldurs, þyngdar og ef þú hefur háan blóðþrýsting eða sykursýki.
Statín lyf eru mikið áhrifaríkari til lækkunar kólesteróls en mataræði og „heilsu“ smurálegg.
Statín eru svona áhrifarík vegna þess að þau koma í veg fyrir framleiðslu á kólesteról í lifrinni, þaðan sem megnið af því kemur.
Þannig að gætir þú lifað við einhverjar hliðarverkanir sem fylgja ávinningnum af statín lyfjum, sem fyrir tilviljun virðist halda Alzheimer í skefjum líka?
Systir mín gat það ekki, en ég myndi hugsa mig um tvisvar áður en ég hætti að taka þau.
Hér er tengill inn á grein Dr. Stoppard í Mirror