Oft hefur maður heyrt þessu haldið fram en ég hef aldrei kannað málið neitt frekar. Kristján Már Gunnarsson læknanemi og bloggari á betrinaering.is lagðist í grúsk eins og honum einum er lagið og vildi fá að vita hvað er satt og rétt í þessu.
Niðurstaða Kirstjáns er athyglisverð og þó vakti sérstaka athygli mína tengingin við hjarta og æðasjúkdóma sem ég vissi ekki um. Auk þess verður að segjast eins og er að það er til mikils að vinna að geta hugsanlega stytt tíman og dregið úr alvarleika kvefpestarinnar, þetta atriði getur skipt hjartafólk miklu máli. En gefum Kristjáni orðið.
Ég fékk fremur viðbjóðslegt kvef í síðustu viku .
Nefrennsli, særindi í hálsi, hitavella og hósti. Þú þekkir þetta.
Ekkert fréttnæmt í því, en kvef er algengasti smitsjúkdómurinn í mönnum og meðalmanneskja kvefast nokkrum sinnum á ári.
En ég fór að velta fyrir mér gömlu goðsögninni um að háskammtar af C vítamíni gætu komið í veg fyrir kvef.
Er C vítamín gott gegn kvefi? Staðreynd eða skáldskapur
Þessi kenning breiddist út í kringum 1970 þegar Nobelsverðlaunahafinn Linus Pauling gaf út bók um forvarnir gegn kvefi með stórum skömmtum af C-vítamíni.
Hann notaðaði sjálfur allt að 18.000 mg á hverjum degi (RDS er 75 mg fyrir konur og 90 mg fyrir karla).
Á þeim tíma voru ekki til neinar áreiðanlegar rannsóknir á því hvort þetta væri rétt.
Síðan þá hefur þetta verið rannsakað mikið.
C vítamín og ónæmiskerfið
C vítamín er andoxunarefni og nauðsynlegt til að framleiða kollagen í húð. Kollagen er algengasta prótínið í spendýrum og heldur húð okkar og ýmsum vefjum sterkum en sveigjanlegum.
Skortur veldur skyrbjúg, sem er í raun ekki vandamál í dag þar sem flestir fá nægt C vítamín úr fæðu.
Hins vegar er minna þekkt að C vítamín er einnig mjög mikið í ónæmisfrumum og er nýtt hratt þegar sýking er í gangi (1).
Hefur það einhver áhrif á kvef?
Á undanförnum áratugum hefur verið rannsakað í mörgum samanburðarrannsóknum hvort vítamínið hefur einhver raunveruleg áhrif á kvef.
Niðurstöðurnar hafa verið nokkuð vonbrigði.
Safngreining þar sem farið var yfir 29 rannsóknir þar sem þátttakendur voru samtals 11.306 kom í ljós að 200 mg eða meira á dag af C vítamíni dró ekki úr tíðni kvefs (2).
Hins vegar var tilhneigingin sú að C vítamín dró úr alvarleika og tímalengd kvefs.
Að lokum
Í grundvallaratriðum færðu jafn oft kvef ef þú tekur C-vítamín eins og þú gerðir áður, en kvefið getur orðið örlítið vægara og gengið hraðar yfir.
Auðvitað er annar hugsanlegur ávinningur af C vítamíni inntöku, en það er mikið af faraldsfræðilegum gögnum sem benda til að fullnægjandi magn af C vítamíni úr fæðu minnki hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini (3).
Líklega er það algjör óþarfi að taka C-vítamín sem fæðubótarefni, en það borgar sig að borða nóg af mat úr plönturíkinu, sem er yfirleitt nokkuð ríkur af C vítamíni.
Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.