Landspítalinn hefur ákveðið að hætta að vera með lækni á vakt fyrir neyðarbíl til að fara af stað ef sjúkraflutningamenn í útkalli telja sig þurfa á lækni að halda. Þessi ákvörðun tekur gildi 1. maí.
Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á slysa- og bráðasviði, segir að spítalinn hafi ekki haft nægilega marga hæfa lækna til að sinna þessu um nokkurt skeið. “Reynslan hefur sýnt að það er ekki þörf á þessu og svo höfum við ekki haft á nægilega mörgum að skipa með þessa þjálfun. Við erum að breyta þessum málaflokki,” segir hann.
-Auglýsing-
– ghs
Fréttablaðið 28.04.2009
-Auglýsing-