Siv Friðleifsdóttir skrifar í 24 stundum í dag: Í síðustu viku fréttist að tveir af lykilstjórnendum Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH), Magnús Pétursson og Jóhannes M. Gunnarsson, myndu láta af störfum á næstu dögum og að spítalinn eigi að vera forstjóralaus í 5 mánuði.
Tilkynningu um þessa ráðstöfun sendi Guðlaugur heilbrigðisráðherra út á afar heppilega völdum tíma fyrir sjálfan sig, þ. e. daginn eftir að þingfundum lauk fyrir páskahlé Alþingis. Gamalt trix sem allir sjá í gegnum. Strax eftir að tilkynningin fór í loftið faldi Guðlaugur sig fyrir fréttamönnum og neitaði að tjá sig. Fréttamenn eru reyndar margir undrandi á því að hann leggi það í vana sinn að vera á sífelldum flótta undan fjölmiðlum og neita að tjá sig í mikilvægum málum. Það var ekki fyrr en Guðlaugur var sakaður, á opinberum vettvangi, um að brjóta stjórnskipulega grundvallarreglu með því að neita að standa fyrir máli sínu gagnvart þjóðþinginu, meðal annars vegna utandagskrárumræðu, að hann sá sér fært að gera tilraun til að skýra málið. Tilraunin mistókst því ekki komu neinar skýringar á því til hvers þessi gjörningur á að leiða.
Óréttmætar trakteringar
Forysta LSH sem nú hverfur frá á skilið að fá góð og réttmæt eftirmæli, sérstaklega eftir þær vondu og óréttmætu trakteringar sem nú hafa átt sér stað gagnvart þeim. Bæði Magnús og Jóhannes hafa staðið sig afburðavel við að
Hlutverk háskólasjúkrahúss
Forysta LSH hefur átt gott samstarf við háskólasamfélagið um að gera spítalann framsækið háskólasjúkrahús á sviði rannsókna og heilbrigðisþjónustu. Sjálfstæðis og samfylkingarmenn hafa hins vegar mikil plön um einkarekstur og útvistun verkefna frá LSH. Þar er ekki einungis um stoðþjónustu að ræða heldur liggja sjálfar deildir spítalans undir. Umfangsmikil útvistun á starfseminni veikir LSH og fer ekki saman við hlutverk þess sem háskólasjúkrahús. Guðlaugur, sem treystir einungis jámönnum úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins og losar sig við aðra, lét einnig endurskoða uppbyggingu LSH. Tafði hann þannig verkið og tapaði þriggja milljarða framtíðarsparnaði úr rekstri þess.
Ályktun um einkavæðingu
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Valhallarfundi í haust að framundan væru verulegar breytingar á heilbrigðiskerfinu sem ómögulegt væri að ná fram í stjórnarsamstarfi annarra flokka en Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Sagði hann orðrétt: „Þar eru ótrúlega miklir möguleikar framundan sem Samfylkingin er tilbúin til að vera með okkur í en aðrir flokkar voru og hefðu ekki verið.“ Breytingarnar framundan að undirlagi Geirs eru því gerðar með sérstakri velþóknum Ingibjargar Sólrúnar. Sjálfstæðismenn ályktuðu á síðasta landsfundi sínum um að nú sé kominn tími til að einkavæða innan heilbrigðisþjónustunnar. Í ályktuninni segir: „Því ber að huga að enn frekari einkavæðingu á öðrum sviðum, s.s. á sviði heilbrigðis-, mennta- og orkumála.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin
Höfundur er alþingismaður
24 stundir 18.03.2008