-Auglýsing-

Egg valda ekki hjartasjúkdómum

iStock 000015642288XSmall„Það eru mörg dæmi um það að hollar fæðutegundir hafi verið stimplaðar sem skaðlegar án þess að neinar sannanir lægju að baki. Líklega er versta dæmið um það egg, sem eru ein næringarríkasta og hollasta fæðutegund í heimi,“ segir læknaneminn Kristján Gunnarsson sem er með vefsíðuna authoritynutrition.com.

Egg valda ekki hjartasjúkdómum. Egg hafa áður verið talin auka líkur á hjartasjúkdómum þar sem að þau innihalda verulegt magn af kólesteróli. Stórt egg inniheldur um 212mg af kólesteróli, sem er hátt miðað við flestar aðrar fæðutegundir.
Hins vegar er endurtekið búið að sýna fram á það að egg og kólesteról í fæði hafa ekki slæm áhrif á kólesteról í blóði. Eggjaneysla hækkar HDL (góða) kólesterólið og breytir LDL (slæma) kólesterólinu úr small, dense LDL (mjög slæmt) í Large LDL, sem er skaðlaust.

-Auglýsing-

Ný samantektarrannsókn sem var birt árið 2013 skoðaði gögn úr 17 framsýnum rannsóknum þar sem könnuð voru áhrif eggjaneyslu á heilsu. Niðurstaðan var sú að eggjaneysla hafði engin tengsl við hjarta- og æðasjúkdóma (í sykursýkisjúklingum fundust auknar líkur á hjartaáfalli, en minni líkur á heilablóðfalli).

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á það sama. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl eggja við hjartasjúkdóma, þrátt fyrir allan áróður seinustu áratuga.

- Auglýsing-

Egg innihalda andoxunarefnin Lutein og Zeaxanthine. Egg eru alveg sérstaklega auðug af andoxunarefnunum Lutein og Zeaxanthine. Þessi efni safnast upp í ljóshimnu augans og vernda gegn tveimur algengum augnsjúkdómum: skýjum á auga og sjónudepilsrýrnun. Í einni rannsókn þar sem einstaklingar borðuðu að meðaltali 1,3 eggjarauður á dag í 4,5 vikur kom í ljós að magn Lúteins í blóði jókst um 28-50% og Zeaxanthines um 114-142%.

Egg eru meðal næringarríkustu fæðutegunda heims. Hugsaðu þér… eitt egg inniheldur öll næringarefni sem þurfa til að breytta einni frumu í heilan hænsnaunga.

Egg innihalda mikið magn af hágæða próteinum, góðum fitum, vítamínum, steinefnum og ýmsum snefilefnum. Eitt stórt egg inniheldur aðeins 77 hitaeiningar, þar af 5 grömm af fitu og 6 grömm af próteini og allar 9 nauðsynlegu amínósýrurnar.

Egg innihalda mikið magn járns, fosfórs, selens og vítamína A, B2, B5 og B12. Úr einu eggi geturðu fengið 113 mg af kólíni – sem er meðal annars mjög mikilvægt fyrir heilann. Rannsóknir sýna að fólk fær ekki nægt kólín úr fæðinu. Ef þú ákveður að borða egg reglulega þá mæli ég eindregið með Omega-3-eggjum. Þau eru mun næringarríkari en egg úr verksmiðjuframleiddum kjúklingum og innihalda mun meira af Omega-3-fitusýrum og D3- og E-vítamíni. Borðaðu rauðuna, öll næringarefnin eru þar!

Egg í morgunmat geta hjálpað þér að léttast

Egg eru mjög mettandi, sem þýðir að þau auka seddu og stuðla að minnkaðri hitaeiningainntöku. Í einni rannsókn var 30 of þungum konum skipt í tvo hópa. Einn hópurinn borðaði egg í morgunmat, hinn hópurinn borðaði jafnmargar hitaeiningar úr beyglu. Það kom í ljós að konurnar sem borðuðu eggin borðuðu minna í hádegismat, það sem eftir var dagsins og næstu 36 tímana en hópurinn sem borðaði beygluna.

Í annarri rannsókn var of þungum körlum og konum á hitaeiningasnauðu fæði gefið annaðhvort 340 kaloríur af eggjum eða beyglum í morgunmat. Eftir átta vikur hafði eggjahópurinn lést meira og minnkað mittisummál og líkamsfitu töluvert meira en beygluhópurinn.

Þessar niðurstöður eru frekar magnaðar í ljósi þess að báðir hóparnir borðuðu sama magn af hitaeiningum.

Egg eru frábær. Ef þig vantar fleiri ástæður til að borða egg þá eru þau einnig ódýr og bragðgóð. Ef það væri einhver fæðutegund sem hægt væri að skilgreina sem „ofur“fæðu þá væru það egg.

www.mbl.is 05.02.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-