Borða stórar máltíðir.
Smærri máltíðir eru æskilegri. Hvíld eftir matinn er af hinu góða.
Gera æfingar eftir mat.
Ráðlegt er að láta líða amk. 1 klst áður en þú ferð í gönguferð eða gerir æfingar.
Ganga á móti köldum vindi.
Ef það er nauðsynlegt, hlífðu þá munni og nefi með trefli. Dragðu ekki djúpt andann úti í frosti.
Ganga upp brekkur.
Skipulegðu gönguferðir þannig að þú þurfir ekki að ganga mikið upp á móti.
Ganga upp stiga.
Þegar þú byrjar að ganga upp stiga byrjaðu þá rólega, að fyrstu einungis þegar það er nauðsynlegt. Gakktu nokkrar tröppur og hvíldu þig áður en þú heldur áfram.
Lyfta þungum hlutum.
Forðastu verk eins og að moka snjó eða bera þunga byrði.
Snögga áreynslu.
Gefðu þér tíma í það sem þú gerir og notaðu kraftana varlega.
Hægðatregðu.
Haltu hægðunum mjúkum með því að drekka vel og borða trefjaríkt fæði. Nauðsynlegt getur verið að nota hægðamýkjandi lyf.
Áreynslu í mjög röku lofti, heitu veðri eða þunnu lofti.
Mjög heit böð, gufuböð og heita potta.
Aðstæður sem geta komið þér úr andlegu jafnvægi.
Að aka bíl.
Af vef Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri