-Auglýsing-

ColdZyme® – Kynning

Á áttunda áratugnum tók íslenski vísindamaðurinn Jón Bragi Bjarnason prófessor eftir því að starfsfólk í fiskvinnslu var með óvenju heilbrigða og mjúka húð á höndum.

Þar sem fólkið starfaði við að hreinsa fisk hefði mátt halda að húðin á höndunum hlyti að vera sprungin og fleiðruð. Var eitthvað í fiskinum sem hafði verndandi áhrif? Svarið var já.

-Auglýsing-

Rannsóknarhópnum tókst að sýna fram á að í sumum kuldaaðlöguðum sjávarlífverum eru ensím með góða verndandi eiginleika. Þróunarvinnan leiddi svo smám saman til alþjóðlegs einkaleyfis á kuldaaðlagaða sjávarensíminu trypsíni. Ensímið er unnið sem hliðarafurð við þorskvinnslu og veldur því ekki álagi á vistkerfi sjávar.

Þarna var komið virka efnið í ColZyme sem hefur komið þúsundum Íslendinga til hjálpar í baráttunni við kvefpestir.

Verndar gegn kvefveirum

ColdZyme® er munnúði sem meðhöndlar og dregur úr einkennum kvefs. ColdZyme® munnúði er einstakur, þar sem úðinn myndar strax varnarhjúp sem verndar þig gegn orsökum kvefsins, kvefveirunni.

ColdZyme® verkar á þrjá vegu:

VERNDAR gegn veirum sem valda kvefi og flensulíkum einkennum

- Auglýsing-

STYTTIR kveftímabilið ef notað er frá fyrstu einkennum

LÉTTIR á einkennum kvefs

Hægt er að nota ColdZyme® fyrir og meðan á sýkingu stendur fyrir fullorðna og börn frá 4 ára aldri.
ColdZyme® er CE-merkt lækningatæki, How ColdZyme® works

Hvað er kvef?

Veirusýkingar í öndunarfærum, einnig þekkt sem kvef eru algengasti smitsjúkdómur mannkynsins. Margar gerðir veira valda kvefi en algengastar eru rhinoveirur.
Meðgöngutími smitsjúkdóms er tíminn frá útsetningu smits þangað til einkenna verður vart. Meðgöngutíminn er breytilegur eftir tegund veiru, allt frá hálfum degi upp í viku og fer eftir tegund veirunnar.

Algeng einkenni eru nefrennsli, stíflað nef og særindi í hálsi. Einkenni geta einnig verið vægur hósti og höfuðverkur ásamt hita. Venjulegt kvef varir yfirleitt yfir í færri en tíu daga og að meðaltali fær fólk kvef tvisvar til fimm sinnum á ári.

Börn eru sá hópur sem fær oftast kvef eða 7 til 10 sinnum á ári – en tíðnin lækkar með hækkandi aldri.

Þannig virkar ColdZyme® 

ColdZyme® munnúði er einstakur vegna þess að hann vinnur gegn orsökum kvefs, sjálfri kvefveirunni. ColdZyme® er auðvelt í notkun og virkar samstundis með því að mynda verndarhjúp í munnholi og koki.
Verndarhjúpurinn dregur úr getu kvefveirunnar til að sýkja frumur þannig að líkaminn geti losað sig við þær á náttúrulegan hátt. ColdZyme® verndar gegn kvefveirum, dregur úr einkennum og getur stytt kveftímabilið ef notað frá fyrstu einkennum. 

Byrjaðu að nota ColdZyme® um leið og kvefeinkenna verður vart eða þegar þú getur verið í hættu á að smitast af kvefveirunni.
Haltu áfram notkun á ColdZyme® þar til einkennin hverfa.

Mýtur um kvef og flensu

Það er mikið til af mýtum um hvernig við fáum kvef og hvernig við eigum að forðast að fá kvef, hér verður farið yfir eitthvað af þessum mýtum og hvort að það sé einhver sannleikur á bak við þær.

Þú færð kvef ef þú ert með blautt hár

Blautt hár veldur ekki kvefi, kvef er veirusýking sem orsakast af kvefveirum. Hinsvegar getur kuldi gert veiklað ónæmiskerfi enn veikara. Blautt hár í köldu veðri getur valdið lækkun á líkamshita sem getur haft neikvæð áhrif á veikt ónæmiskerfi og bví er best að forõast að fara út í kalt veður með blautt hár.

- Auglýsing -

Haltu fyrir munninn þegar bú hóstar

Margir telja að enn kurteisi að halda fyrir munninn með hendinni þegar það hóstar og hnerrað. Þegar hóstað er í höndina fer óheyrilegt magn af veiru í lófann sem svo berst á hluti sem viðkomandi snertir og eykur pannig líkur á að aðrir smitist. Þess vegna er mælt með að hósta og hnerra í olnbogabótina.

C-vítamín getur læknað kvef

Þá virðist sem dagleg neysla C-vítamíns hafi engin áhrif á að smitast af kvefi, þó getur það haft jákvæð áhrif á að stytta kveftímabilið sé það tekið reglulega. Stórir skammtar C- vítamíns þegar kvefeinkenni eru komin fram hafa ekki sýnt fram á áhrif á lengd eða alvarleika kvefs.

CE-merkt lækningatæki

ColdZyme® munnúði er CE-merkt lækningatæki sem virkar á þann hátt að hann myndar tímabundinn, staðbundinn verndarhjúp á yfirborði slímhimnunnar í munnholi og koki. Ólíkt lyfjum hefur það engin lyfjafræðileg, efnaskipta- eða ónæmisfræðileg áhrif.

ColdZyme® er framleitt af Enzymatica. Enzymatica er sænskt líftæknifyrirtæki með áherslu á rannsóknir, þróun og skráningu lækningatækja sem grundvallast á einkaleyfisverndaðri ensímatækni (t.d. trypsín í ColdZyme®).

Nánari upplýsingar á coldzyme.is/

Pistillinn er unnin í samvinnu við Vistor.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-