-Auglýsing-

Borðum MAT ekki pillur og duft

Hollur maturStöðugt dynja á okkur nýjar upplýsingar um hvað við eigum að borða og forðast að borða. Þeir sem borða Paleo eru á móti grænmetisætum sem eru á móti LKL sem eru á móti hráfæði og svo mætti endalaust telja. Svo rífst fólk á kaffistofum og í fjölmiðlum landsins og hver færir rök fyrir að sinn fugl sé fegurri.

Eitt virðast talsmenn mismunandi kúra sammála um og það er að ráðleggingar Landlæknisembættisins og Manneldisráðs séu úreltar og á villigötum. Ávinningurinn af þessum ágreiningi er að landsmenn verða ringlaðir í kollinum yfir öllum þessum misvísandi upplýsingum og gefast upp. Halda bara áfram að panta pizzu og borða snúða.

-Auglýsing-

En ef við hættum að rífast og horfum aðeins hlutlausara á málin þá sjáum við að það er rauður þráður sem allir þessir kúrar og einnig ráðleggingar Manneldisráðs eiga sameiginlega:

1. Forðastu viðbættan sykur, hvítt hveiti og önnur einföld unnin kolvetni

- Auglýsing-

Þetta er algert lykilatriði til að ná árangri í baráttunni við aukakílóin. Árangursríkir matarkúrar byggja allflestir á þessu og flestir virðast sammála um að EINFÖLD kolvetni séu skaðvaldur.

Það þýðir ekki að ÖLL kolvetni séu slæm heldur að þú eigir að vanda valið og velja flókin og næringarrík kolvetni.

2. Borðaðu grænmeti og ávexti 

Við höfum svo mikinn urmul rannsókna um hollustu grænmetis að það væri alger fásinna að halda öðru fram en að grænmeti sé einn af lyklum almenns heilbrigðis og hreysti. Grænmeti er stútfullt af næringarsameindum sem eru verndandi fyrir heilsuna og forvörn gegn ýmsum langvinnum sjúkdómum s.s. krabbameinsvexti, hjarta- og æðaskemmdum ofl. ofl.

Ávextir hafa líka verndandi áhrif og eru stútfullir af trefjum, steinefnum og vítamínum. Borðaðu ALLAN ávöxtinn, ekki pressa bara safann úr honum og henda hratinu.

3. Veldu óunninn mat frekar en unna vöru

Almenna reglan er að því meira sem matur er unninn því meira er af aukaefnum sem oft á tíðum eru skaðleg. Auk þess er meira af næringarefnum í óunninni fæðu. Dæmi er hveiti eða annað korn. Ef hýðið (klíðið) og kjarninn (kímið) er borðað þá færðu steinefni, andoxunarefni og trefjar en ef hvítt hveiti er borðað þar sem búið er að fjarlægja klíðið og kímið þá færðu einungis „tómar hitaeiningar” í formi kolvetna og prótína. Veldu því næringarríkari hitaeiningar í formi hreinnar fæðu.
Ef þú fylgir þessu öðlastu brátt fyrsta flokks heilsu og verður besta útgáfan af sjálfri þér. Það er því ekkert að ráðleggingum manneldisráðs né flestum matarkúranna. Það sem er að er frekar það að fáir fara eftir leiðbeiningunum. Við erum stöðugt að leita að skyndilausninni.

Reynum að taka það úr kúrunum sem hentar okkur og teljum okkur trú um að beikon með rjómasósu geti verið hollt fyrir okkur. Mundu bara að ef lausnin hljómar of vel til að vera sönn þá er hún líklega akkúrat það!

Lausnin: Borðum MAT (ekki pillur og duft) í sem minnst unnu formi og vel af grænmeti.

Njóttu góðrar heilsu og lifðu lífinu lifandi.

Pistillin er úr smiðju Lukku Pálsdóttur á Happ. 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-