Hundaeigendur vita hversu mikla hlýju og huggun þessir félagar þeirra bæta við líf þeirra. En þeir vita kannski ekki að það eru ýmislegt sem bendir til þess að hundar geti hjálpað til við að bæta hjartaheilsu.
Gæludýraeign og þó sérstaklega að eiga hund er líklegt til að tengjast minni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta þýðir ekki að það sé skýr tengsl þar á milli. En það þýðir að sú staðreynd að eiga hund eða gæludýr getur verið eðlilegur hluti af lífsstíl til að draga úr hættu á hjartasjúkdómum.
Rannsóknirnar
Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að hundaeigendur eru með mælanlegri lægri blóðþrýsting en aðrir og líklega er það vegna þess að gæludýr þeirra hafa róandi áhrif á þá og líklegt er að hundaeigendur hreyfi sig meira. Kraftur snertingar virðist einnig vera mikilvægur hluti af þessum „gæludýraáhrifum“. Nokkrar rannsóknir sýna að blóðþrýstingur lækkar þegar maður klappar hundi.
Það eru nokkrar vísbendingar um að það að hundaeign tengist lægri gildum kólesteróls og þríglýseríða sem eru mikilvægir þættir þegar kemur að áhættu hjarta og æðasjúkdóma. Stór rannsókn sem fjallaði um þessa spurningu leiddi í ljós að hundaeigendur höfðu klárlega lægra kólesteról og þríglýseríða og að þessi munur var ekki skýranlegur með mataræði, reykingum eða líkamsþyngdarstuðli (BMI). Ástæðan fyrir þessum mismun er þó enn ekki skýr.
Róandi áhrif
Róandi áhrif hunda á menn virðast einnig hjálpa fólki að takast á við streitu. Til dæmis benda sumar rannsóknir til þess að fólk sem á hunda finni fyrir minni viðbrögðum í hjarta og æðakerfi á streitutímum. Það þýðir að hjartsláttur þeirra og blóðþrýstingur hækkar minna og snýr aftur í eðlilegt horf sem dregur úr áhrifum streitu á líkamann.
Ef þú átt hund eða ert að hugsa um að fá þér einn er mögulegur ávinningur fyrir heilsu hjartans hreinn bónus. Hins vegar ætti ekki að ættleiða gæludýr í þeim tilgangi að draga úr hættu á hjarta og æðasjúkdómum. Og ekki fá þér hund inn í líf þitt ef þú ert ekki tilbúin eða fær um að sjá um hann og þar á meðal að sjá til þess að hann fái næga hreyfingu.
Þýtt og endursagt af Harvaard Health.
Björn Ófeigs.