-Auglýsing-

Actavis gert að greiða 20 milljarða króna sekt

Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sekta tvær starfsstöðvar Actavis Group fyrir að hækka verð á samheitalyfjum til að fá hærri endurgreiðslu úr Medicaid eða sjúkratryggingum í Texas.
Greg Abbot ríkissaksóknari segir samkvæmt frétt frá fréttaveitunni Bloomberg að ofreiknað verð nemi tæpum 20 milljörðum íslenskra króna.

Kviðdómendur í Austin úrskurðuðu að Actavis LLC Mid-Atlantic og Actavis Elizabeth LLC hefðu unnið til þess að greiða Texas og ríkissjóði Bandaríkjanna skaðabætur.

-Auglýsing-

Abbot segir að áfram verði fylgst grannt með því að lyfjaframleiðendur svindli ekki á neytendum og skattgreiðendum. Mikil fjármunir séu í húfi.

Lyfsali í Flórída er sagður hafa kært málið og muni fá hlutdeild í bótunum að launum.

- Auglýsing-

Talsmaður Actavis, Gerard Farrell, vildi ekki tjá sig opinberlega þegar eftir að úrskurðurinn féll.
Í frétt Bloombergs segir að milljarðamæringurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og fyrirtæki hans Novator hafi eignast Actavis árið 2008. Claudio Albrecht, fyrrverandi forstjóri Ratiopharm GmbH, hafi verið gerður að forstjóri þess í júní síðastliðnum.

Upplýsingafulltrúi Actavis vísaði á talsmann Actavis í Sviss þegar Pressan bar málið undir hann seint í gærkvöld.

www.pressan.is 02.02.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Fyrri grein
Næsta grein
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-