Vefmiðilinn Coconut Daily fjallaði um 5:2 mataræðið á síðunni sinni og telur þar upp ávinninga þess sem rannsóknir hafa sýnt fram á. Þó hafa ekki verið gerðar nægilega miklar rannsóknir á efninu og því æskilegt að kynna sér rannsóknir um mataræðið og ráðfæra sig við lækni, eins og alltaf þegar stefnt er á miklar lífstílsbreytingar.
Öll tískufyribrigði í mataræði, hvort sem það er Atkins, Paleo, lágkolvetna, grænmetisætu eða hvað sem er, fylgir hjörð af dyggum fylgjendum sem eru tilbúnir að berjast (nánast bókstaflega) fyrir orðspori þess mataræðis sem það aðhyllist.
Sem betur fer þá er til aðferð sem er einföld og áhrifarík til þyngdartaps og til að bæta heilsu og velferð almennt. Þessi aðferð er svokölluð lotufasta, stundum kallað 5:2 mataræðið, sem er þannig uppbyggt að í 5 daga er venjulegt mataræði og 2 daga þar sem er fastað og kaloríuinntaka er mjög lítil.
Rannsóknir benda í auknum mæli til þess að þessu mataræði fylgi einnig heilsufarslegur ávinningur eins og að minnka bólgur í líkamanum, betri melting, betra ónæmiskerfi og möguleikinn á lengra, heilsusamlegra og hamingjusamara lífi.
Hvað er lotufasta?
Það eru til mismunandi tegundir af mataræði sem inniheldur föstu. Í sumum tilfellum er nafnið mjög viðeigandi þar sem ætlast er til algjörrar föstu. Þá er gríðarleg minnkun í kaloríuinntöku og getur það jafnvel falið í sér algjöra föstu (fyrir utan vatn) í allt að 24 klst í senn. Aftur á móti er til vægari útgáfa af mataræði sem inniheldur föstu, en það er hið svokallaða 5:2 mataræði. Í því þá fastar einstaklingur í allt að 18 klst í senn og / eða borðar einungis 500-600 kaloríur yfir daginn og virðist það hafa jákvæð áhrif á þyngdartap sem og heilsuna almennt.
Grunn hugmyndin að lotuföstu er, eins og nafnið gefur til kynna, að á ákveðnum dögum í hverri viku þá skal minnka kaloríuinntöku mikið yfir ákveðinn tíma og innbyrgða aðeins kaloríulausa drykki eins og vatn. Það eru nokkur afbrigði til en megin nálgunin er að velja 2 daga á viku þar sem fasta skal í minnst 18 klst í senn og innbyrgða aðeins 500 kaloríur (konur) eða 600 kaloríur (karlar) á þessum dögum.
Til dæmis þá getur viðkomandi hætt að borða kl 20:00 daginn fyrir daginn sem ráðstafað er til föstunar, drekka svo aðeins vatn næstu 18 klukkustundirnar, eða til kl 14:00 daginn eftir, og byrja þá að borða, en innan 500-600 kaloríu markanna. Fyrir þá sem ekki treysta sér til að fasta samfleytt í 18 klst. Er óhætt að skipta þessum 5-600 kaloríum í tvær eða fleiri máltíðir yfir sólarhringinn.
Hvað segja rannsóknir?
Það hefur ekki verið gerð nein mjög stór rannsókn á ávinningi þessarar aðferðar né hafa rannsóknir sýnt fram á skýr og óumdeilanleg tengsl milli föstu og heilsu ávinnings. En gerðar hafa verið margar smærri rannsóknir sem leitt hafa í ljós að líklega eru tengsl milli hlutaföstu og ýmissa heilsufarslegra ávinninga.
Ein slík rannsókn sem gerð var af Department of Nutritional Sciences and Toxicology of UC Berkeley, skoðaði áhrif kaloríu takmörkunnar og föstu suma daga hjá bæði mönnum og dýrum. Tilgangur rannsóknarinnar var ekki aðeins að skoða áhrif þessara tveggja nálganna á þyngdartap heldur líka að skoða möguleg fyrirbyggjandi áhrif á króníska sjúdkóma og almenna heilsu.
Aðferðarfræði rannsóknarinnar var að skoða allt birt efni, bæði á dýrum og mönnum, sem tengdist föstu eða kaloríu takmörkunum til að skoða hvort þessi tegund af mataræði minnkaði áhættuna á krónískum sjúkdómum.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru frekar góðar grunnur sem sýnir að kaloríu takmörkun og það að fasta suma daga hafi mælanleg áhrif á lækkun áhættuþátta fyrir ákveðna sjúkdóma og hjálpar til við að bæta almenna heilsu. Jafnvel án þess að skoða þyngdartap, sem var samt mælanlegt eitt og sér, þá er sú staðreynd að hlutafasta geti haft áhrif í baráttunni gegn krónískum sjúkdómum mikilvæg uppgötvun.
Mælanleg minnkun á bólgum í líkamanum sem verður með því að fylgja kaloríu takmörkuðu fæði veitir ávinning langt umfram það augljósa þar sem bólgur eru oft taldar vera undanfari margra sjúkdóma og kvilla sem erfitt getur verið að meðhöndla eða eru krónískir í eðli sínu.
Margir velta kannski fyrir sér hvaða áhrif lotufasta hefur ef viðkomandi stundar mikla líkamsrækt reglulega, er til dæmis í íþróttum eða stundar líkamsrækt. Ef það er tilfellið og þú íhugar að prófa þetta mataræði þá þarftu ekki að hafa áhyggjur þar sem gögn benda til þess að hlutafasta hafi almennt jákvæð áhrif á fitutap og það hversu fljótt vöðvarnir jafna sig.
Rannsókn sem Dr. Krista Varady frá Háskólanum í Illinois leiddi skoðaði 32 sjálfboðaliða sem voru í yfirþyngd og var meðalaldurinn 42 ár. Þátttakendur voru settir á hlutaföstu í 8 vikur. Í lok þess tímabils höfðu þátttakendur misst um 4 kg að meðaltali og sjá mátti marktæka breytingu á ýmsum mörkum tengdum hættu á að fá sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma.
Einnig var þyngdartapið aðallega sökum fitutaps, ekki vöðvataps, sem gefur til kynna að hlutafasta sé einnig gagnleg fyrir þá sem stunda þol og lyftingaæfingar.
Því má sjá að ýmis gögn benda til gagnsemi 5:2 mataræðisins. En eins og alltaf, þá er ráðlagt að kynna sér efni og rannsóknir sjálfur og ráðfæra sig við lækni áður en haldið er í miklar lífstílsbreytingar eða breytingar á mataræði.
VIð þetta má bæta að í pistli frá Mayo klínikinu sem birtist á dögunum kom fram að lotufasta virðist vera góð fyrir hjartað þó vísindamenn geti ekki fullyrt nákvæmlega af hverju.
Þýtt og endursagt af Coconut Daily.
Hanna María Guðbjartsdóttir.
Innskot hér og þar eru ritstjóra.