-Auglýsing-

Soðnir og djúpsteiktir kjúklingaleggir í kryddraspi með Harissa-sósu

sodnir-og-djupsteiktir-kjuklingaleggir-i-kryddraspi-med-harissa-sosu-14-feb-2014Matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson er hér með helgar uppskrift í boði Holta kjúklings af soðnum og djúpsteiktum kjúklingaleggjum í kryddraspi með Harissa-sósu. Fyrir þá sem vilja skoða meira úrval af uppskriftum minnum við á uppskriftarvef Holta sem hægt er að nálgast hér.

  • 12-16 kjúklingaleggir
  • 2 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
  • 1 msk. engifer, gróft saxað
  • 1/2 chilli-pipar
  • 2 tsk. harissa-mauk
  • 1 tsk. salt

Vatn þannig að fljóti yfir leggina.
Setjið allt í pott og sjóðið við vægan hita í 2 mín. Veiðið þá leggina upp úr vatninu og kælið lítið eitt.

-Auglýsing-

Kryddraspur

  • 1-2 dl hveiti
  • 2 egg
  • 1 dl mjólk
  • 1 dl brauðrasp
  • 1 dl kurlað Pesto Cruton (brauðteningar), fæst í Hagkaup

Setjið hveitið í skál. Pískið saman egg og mjólk og setjið í aðra skál. Blandið saman raspi og kurluðu Pesto-brauðteningunum og setjið í þriðju skálina.
Veltið leggjunum fyrst upp úr hveiti, síðan eggjablöndunni og síðast raspinu. Djúpsteikið leggina í 180°C heitri olíu í 4 mín. eða þar til leggirnir eru orðnir fallega gullinbrúnir. Berið leggina fram með harissa-sósunni og til dæmis heimalöguðum kartöfluflögum og salati.

- Auglýsing-

Harissa-sósa

  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1 dl Ab-mjólk
  • 1 dl majones
  • 3-4 tsk. harissa-mauk
  • Fínt rifinn börkur og safi úr 1 límónu
  • 1 tsk. hlynsíróp
  • 2 msk. kóríander, smátt saxað, má sleppa
  • Salt og nýmalaður pipar

Allt sett í skál og blandað vel saman.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-