Í niðurstöðu nýrrar langtímarannsóknar koma fram sterkar vísbendingar um að „heilbrigt“ mataræði á miðjum aldri skipti miklu um heilbrigði þegar aldurinn færist yfir.
Rannsóknin sýnir að konur sem fylgdu hollu mataræði á miðjum aldri höfðu miklu betri og meiri möguleika á að ná 70 ára aldri án alvarlegra sjúkdóma eða skerðingar á lífsgæðum sem venjulega tengist elli.
Í grein sem birtist í Annals of Internal Medicine, kemur fram að Cecilia Samieri og samstarfsmenn hennar greindu gögn frá 10.670 konum sem tóku þátt í rannsókninni Nurses Health Study en höfðu ekki meiriháttar alvarlega sjúkdóma á miðjum níunda áratuginn þegar þær voru á seinnihluta fimmtugs og byrjun sextugsaldurs. Að meðaltali fimmtán árum seinna var heilsufar þeirra skoðað.
Vísindamennirnir komust að því að konur sem lifðu á heilbrigðu mataræði (metið sem Alternative Eating Index-2010 og Alternative Miðjarðarhafsmataræði) voru miklu líklegri til að ná 70 ára aldri án meiriháttar langvinns sjúkdóms, vera með óskerta vitsmuni, enga líkamlega fötlun, og heila geðheilsu.
Samanburður á þeim konum sem voru á lélegasta mataræðinu og þeirra sem fylgdu góða mataræðinu, eftir að tekið hafði verið tillit til annarra áhættuþátta, kom í ljós að það var 34% – 46% munur á líkunum á „heilbrigðri öldrun“ án alvarlegra sjúkdóma.
„Heilbrigðu“ öldungarnir voru líka með lægri blóðþrýsting, lægra kólesteról, hreyfðu sig meira og voru ólíklegri til að þjást af offitu eða reykja.
Það er því aldrei of seint að taka upp betra mataræði og huga að lífsstílsbreytingum.