Inflúensan er mætt þetta árið og því er rétt að minna hjartafólk og langveika á flensusprautuna og mikilvægi hennar. Staðreyndin er sú að flensupsrautur eru sérlega áríðandi ef þú ert með hjartasjúkdóm þar sem hjartafólk er sérlega viðkvæmt fyrir inflúensunni og fylgikvillum hennar.
Ef þú ert með hjartasjúkdóm getur inflúensutíminn reynst þér skeinuhættur. Dauðsföll af völdum inflúensu eru algengari hjá hjartasjúklingum en nokkrum öðrum sjúklingahóp með króníska sjúkdóma. Sem betur fer getur inflúensusprauta minnkað hættuna á því að þú lendir illa í flensunni og getur jafnvel komið í veg fyrir fylgikvilla af völdum hennar ef þú færð hana á annað borð.
Læknar hafa löngum ráðlagt eldra fólki og þeim sem eru viðkvæmir fyrir eða langveikir að fá sér inflúensusprautu auk þess sem bent er á mikilvægi þess að hjartasjúklingar geri slíkt hið sama.
Hvers vegna er inflúensusprautur mikilvægar fyrir þá sem þjást af hjartasjúkdómum?
Samkvæmt eftirlitsstofnun sem hefur eftirlit með sjúkdómum og forvörnum í Bandaríkjunum (CDC) er áætlað að inflúensa kosti 36.000 mannslíf árlega í Bandaríkjunum, auk þess er áætlað að inflúensa kosti 200.000 manns innlögn á sjúkrahús. Tíðni fylgikvilla af völdum inflúensu er einna hæst hjá hjartasjúklingum.
Ef þú er með hjartasjúkdóm ert þú í meiri hættu á að fá fylgikvilla eins og t.d. lungnabólgu, öndunarerfiðleika eða hjartaáfall. Auk þess er aukin hætta hjá þeim sem fá inflúensu á ofþornun og versnandi einkennum á sjúkdómum sem fyrir eru eins og t.d. hjartabilun, sykursýki eða astma.
Samkvæmt nýlegum rannsóknum bendir ýmislegt til þess að bólusetning við inflúensu geti komið í veg fyrir flensutengda kvilla og jafnvel minnkað líkur á hjartaáföllum um allt að 45%, jafnvel þó þú sért ekki með greindan hjartasjúkdóm.
Aukaverkanir af bólusetningu
Flensusprautur eru öruggar fyrir langflesta sem hafa hjartasjúkdóma. Sumir fá smá eymsli í handlegginn á stungustað, sumir fá vægan hita 37 C til 38 C jafnvel vöðvaverki. Þessar aukaverkanir ættu að hverfa á nokkrum dögum. Nú er bólusetning fyrir eldra fólk og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eins og t.d. hjarta og æðasjúkdóma að byrja á heilsugæslustöðvum og því um að gera að bóka tíma.
Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar má benda á þennan tengil frá CDC
Munið eftir að læka við okkur á Facebook
Björn Ófeigs.