-Auglýsing-

Sannleikur eða sölumennska?

Sannleikur eða sölumennskaÖðru hvoru verða á vegi okkar greinar á netinu sem okkur finnast áhugaverðar og þær líta út fyrir að geyma sannleikann.

Ég segi líta út fyrir það að geyma sannleikann því oft er þetta býsna trúverðugt og jafnvel sett fram af sérfræðingum á því sviði sem um er fjallað.

-Auglýsing-

Þannig er þessu varið með grein sem birtist í fjölmiðlum vestanhafs í byrjun mars 2012 eftir Dr. Dwight Lundell hjartaskurðlækni til áratuga frá Arizona í Bandaríkjunum.

Í kjölfarið birtist greinin á pressunni.is og fór um netheima eins og eldur í sinu og dúkkar mjög reglulega upp á samfélagsmiðlum hér á landi.

- Auglýsing-

Dr. Lundell skýrði frá því að hann væri búinn að finna það út hvað raunverulega ylli hjarta og æðasjúkdómum. Dr. Lundell byrjar greinina á því að játa að hann hafi haft rangt fyrir sér og athygli lesandans er fönguð.

En ekki var allt sem sýndist. Fljótlega kom í ljós að þessi ágæti maður hafði misst lækningaleyfið sitt nokkrum árum áður og var mjög umdeildur.

Þess má geta að 11.983 hafa lækað við grein Dr. Lundells á Pressunni á þessu eina og hálfa ári síðan hún birtist og ljóst að boðskapur hans fellur almenningi vel í geð.

Margir vestanhafs tjáðu sig um málið og sitt sýndist hverjum. Margir voru á því að margt í grein Dr. Lundell væri rétt og sumar hugmyndir og skoðanir sem settar væru fram hefðu klárlega áhrif á hjarta og æðasjúkdóma.

Aftur á móti þá koma líka fram hörð gagnrýni á margar fullyrðingar og röksemdir Dr. Lundells sem margir töldu að stæðust hreinlega ekki skoðun, væru illa ígrundaðar og óvísindalega fram settar.

Alltaf öðru hvoru hef ég séð þessum pistli skjóta upp kollinum hjá mér á fésbókinni. Fólk hefur verið duglegt við að benda mér á að nú sé búið að finna sannleikann um hvað raunverulega orsakar hjarta og æðasjúkdóma.

Mér er það minnisstætt að einu sinni var mér sagt að ég ætti að aldrei að treysta fólki sem hefði fundið hinn eina sanna sannleika. Það væri hinsvegar vænlegra til árangurs að treysta þeim sem leita hans. Á þessu tvennu er mikill munur.

Nú síðast komst grein Dr. Lundells í umræðuna hér á landi þegar hún var birt á vefmiðli hér i bæ í gær. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og pistillin komst á töluvert flug og þegar þetta er ritað hefur hún fengið 611 læk.

Í athugasemdum við greinina sem skaut upp kollinum á www.hun.is skrifar Axel F. Sigurðsson hjartalæknir sem heldur úti vefsíðunni www.docsopinion.com eftirfarandi athugasemd:

„Dwight Lundell skrifaði þessa grein fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég er sammála mörgu sem hann segir en rökin sem hann færir fyrir sínum ályktunum eru fyrir neðan allar hellur. Reyndar er Lundell sjálfur að selja efni sem hann segir að dragi úr bólgum í æðakerfinu og heitir Heart Shot.“ www.asantae.com/Web/ww/en/heartshot.dhtml

- Auglýsing -

„Greinin hans hefur vafalítið verið góð auglýsing fyrir þetta efni. Hann hlúir að eigin hagsmunum eins og flestir aðrir.

Reyndar bloggaði ég um þessa grein fyrir meira en ári síðan, hér er tengillinn ef einhver hefur áhuga:“

http://www.docsopinion.com/2012/06/03/what-is-the-real-cause-of-heart-disease/ . Tilvitnun líkur.

Ég mæli eindregið með því að fólk lesi pistilinn hans Axels þar sem hann fer yfir það sem kemur fram í grein Dr. Lundells.

Orsakir hjarta og æðasjúkdóma er víðfermt efni og ég er efins um að hægt sé að afgreiða það mál í einum stuttum pistli eins og Dr. Lundell gerir.

Hann nefnir vissulega hluti sem skipta miklu máli eins og mataræðið okkar og hvernig mat við veljum, sykurinn o.fl. og er það vel. Það er jú staðreynd að þessir þættir geti ráðið miklu um það hvernig okkur reiðir af heilsufarslega.

Ítarefni:

Grein Dr. Lundell á Pressunni frá því í mars 2012

Grein Dr. Lundell á hún.is frá því í gær

Upprunalega grein Dr. Lundell ásamt athugasemdum sem við hana eru gerðar.

Hér er grein þar sem er farið yfir feril Dr. Lundells

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-