Hlátur getur raunverulega bætt hjartaheilsu samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Amerísku hjartasamtakanna.
Þegar kemur að hjarta og æðasjúkdómum þá er töluvert til í máltækinu um að að hlátur sé besta meðalið.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að hlátur geti minnkað streituhormón, minnkað bólgur í æðum og hækkað magn góðs kólesteróls í blóði, segir Suzanne Steinbaum hjartasérfræðingur hjá Lenox Hill Sjúkrahúsinu í New York, en hún er auk þess talsmaður Go Red hreyfingunar hjá Bandarísku hjartasamtökunum. Hún segir jafnframt „ þegar þú byrjar að hlæja þá neyðir hláturinn þig til að líða betur“. Bónusinn við hlátur er að áhrif hans vara í það minnsta í 24 klukkustundir segir Dr. Steinbaum og því er góð ástæða til þess að hlæja á hverjum degi.
Hættan á hjarta og æðasjúkdómum hækkar hjá konum sem eru þunglyndar eftir breytingaskeiðið segir hún. Auk þess segir hún að rannsóknir bendi til þess að fólk sem er með hjarta eða æðasjúkdóm sé 40% ólíklegra til að hlæja en þeir sem eru ekki með sjúkdóminn. „Fyrir mér er það heillandi“. Segir hún um rannsóknirnar. „ Þetta er auk þess mjög hjálplegt fyrir fólk um mikilvægi þess að hafa jákvæð lífsviðhorf.
„Hláturinn virðist hafa dásamleg heilsubætandi áhrif“ segir Barry Jacobs klínískur sálfræðingur hjá Amerísku hjartasamtökunum. „Hláturinn dregur úr streitu og kvíða og dregur jafnvel úr bólgum í æðakerfinu“ bætir hann við. „Ég held að við höfum öll þessa tilfinningu að hlátur sé góður fyrir okkur“ segir Dr. Jacobs.
Rannsóknir eru þó takmarkaðar segir hann. Á síðustu fjörutíu árum hafa rannsóknir bent til þess að fólk með ákveðna persónueiginleika, eru t.d. árásargjarnir og reiðir eru í meiri hættu að greinast með hjartasjúkdóma, segir Dr. Jacobs.
Þannig að ef hlátur er andsæða við reiði er mögulegt að fólk með betri tilfinningu fyrir húmor sé hugsanlega í minni áhættu þegar kemur að hjarta og æðasjúkdómum, segir hann jafnframt.
Bæði Dr. Steinbaum og Dr. Jacobs nefna rannsóknir frá Maryland Medical Center í Bandaríkjunum. Þar var blóðflæði tveggja hópa rannsakað. Annar hópurinn horfði á stríðsmyndina „Saving Private Ryan“ á meðan hinn hópurinn horfði á gamanmyndina „Something about Mary“. Á meðal þeirra sem horfðu á „Private Ryan“ dróust æðarnar saman og blóðflæðið minnkaði. Hjá þeim sem horfðu á gamanmyndina „Something about Mary“, víkkuðu æðarnar og blóðflæðið jókst.
Kannski ættu læknar að skrifa upp á hlátur sem leið til þess að koma í veg fyrir hjarta og æðasjúkdóma, segir Dr. Stenbaum. „Ég velti því fyrir mér“, segir hún „hvort við getum sagt fólki að hlátur sé í rauninni eins og lyf“.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það svo að með því að sjá skoplegu hliðarnar í lífinu í erfiðum aðstæðum, bætir það líðan okkar.
„Við ættum öll að hlæja meira“ segir Dr. Jacobs.
Það skyldi þó aldrei vera að hláturinn geti raunverulega lengt lífið?
Þýtt af vef Amerísku hjartasamtakanna.
Björn Ófeigs.