-Auglýsing-

Lífsgleði bætir hjartaheilsu

Lífsgleði getur stuðlað að betri hjartaheilsu

Það er ekki bara að jákvætt og lífsglatt fólk sem lifir í sátt við lífið og tilveruna sé skemmtilegt í umgengni heldur getur þessi lífsgleði verið góð fyrir hjartað. Rannsóknir hafa sýnt að þetta fólk er í minni áhættu á að fá hjartaáfall og lífsgæði meiri. Það er því eftir töluverðu að slægjast.

Rannsakendur við Johns Hopkins Háskóla skoðuðu 1500 systkini fólks sem hafði lent í erfiðleikum með hjartað. Þeir komust að því að þeir sem sögðu frá því að þeir væru hamingjusamir og sáttir við lífið væru 30% ólíklegri til þess að fá hjartaáfall.

Glaðlynd skapgerð þátttakenda sem voru í mikilli áhættu á að lenda í hjartavandræðum var líkleg til að minnka áhættuna um 50%.

Þeir sem stóðu að rannsókninni telja að hamingjusamir eiginleikar fólks séu skapgerðareinkenni sem fólk fæðist með og skili sér með betri heilsu seinna á ævinni.

Hvað svo sem líður meðfæddum skapgerðareinkennum okkar er hægt að þjálfa sig til meiri lífsgleði, ná meiri sátt í lífinu og eignast fleiri hamingjustundir. Stundum þurfum við einungis að ákveða að öðlast meiri lífgleði og það má vera að við þurfum stundum hjálp til að komast þangað, en það er ferðarinnar virði. Við eigum jú öll skilið hamingju. Það er því eftir miklu að slægjast heilsufarslega auk þess sem óhætt er að fullyrða að gleðiríkt líf stuðlar að meiri lífsgæðum.

Það er því full ástæða til að reyna að trekkja upp lífsgleðina, hitta fólkið okkar og láta það vita af því að okkur þyki vænt um það. Við þetta má bæta að faðmlög virðast einnig hafa góð áhrif á hjartaheilsu. Við ættum því ekki að vera spör á að faðma fólkið í kringum okkur því faðmlög gera kraftaverk og bæta samskipti og almenn lífsgæði.

- Auglýsing-

Verum góð við hvort annað.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-