-Auglýsing-

Bjór góður fyrir hjartað

1209277 91491012Eitt bjórglas á dag getur bætt hjartaheilsu þína segja vísindamenn.

Vísindamennirnir komust að því að blóðflæði til hjartans varð betra innan þriggja stunda frá því að drukkinn var tæplega hálfur lítri af bjór. Einnig kom í ljós að árangurinn varð betri heldur en þegar drukkinn var bjór sem ekki innhélt alkahól.

-Auglýsing-

Æðakerfið verður sveigjanlegra og blóðflæðið verður betra en eins og áður sagði hefur alkahólfrír bjór ekki sömu kröftugu áhrifin.

Niðurstöðurnar, sem Grískir vísindamenn fundu út renna stoðum undir fyrri rannsóknir sem bent hafa til þess að hóflega drukkið vín geti verndað okkur fyrir hjartasjúkdómum.

- Auglýsing-

Sum rannsóknargögn benda til þess að hálfur lítri af bjór á dag geti minnkað áhættuna á hjarta og heilaáföllum um allt að 30%.

Þessi rannsókn er talin vera ein sú fyrsta sinnar tegundar þar sem beinlínis er skoðað hvað gerist í æðakerfinu strax eftir að bjórinn hefur runnið niður.

Þess má geta að meðalbreti svolgrar í sig 130 bjórum á ári.

Rannsóknin fór þannig fram að vísindamenn við Harokopio Háskólann í Aþenu fengu til liðs við sig 17 reykslausa einstaklinga á þrítugs og fertugs aldri.

Hjarta og æðakerfi þátttakenda var skoðað einum til tveimur klukkustundum eftir að þeir drukku 400 ml af bjór eða tæpan hálfan lítra.

Þeir fóru síðan í samskonar próf eftir að hafa drukkið bjór sem innihélt ekki alkahól og að lokum þar sem drukkinn var vodki.

Æðaþelið var skoðað þar sem kannað var hversu auðveldlega blóð rann um helstu slagæðar auk ósæðar, stífleiki æðanna skoðaður og próf þar sem kannað var hvort æðarnar væru góðar og afslappaðar eða byrjaðar að harðna.

Niðurstöðurnar sem kynntar voru í vefútgáfu Journal Nutrition, sýndu að allar þrjár tegundirnar af drykkjum höfðu jákvæð áhrif á sveigjanleika æðanna en bjórinn hafði mestu og bestu áhrifin.

Í skýrslu sinni um niðurstöðurnar kemur fram að jákvæðu áhrifin á æðaþelið og þar með blóðrennsli í gengum æðarnar, hafi eingöngu komið fram þegar bjórinn var drukkin.

Þeir segja jafnframt að líklegt sé að þar spili saman alkahól og andoxunaráhrif bjórsins sem sé mikilvægt þegar hugað er að heilsubætandi áhrifum drykkjarins.

- Auglýsing -

Sýnt hefur verið fram á að dökkur bjór eins og „stout“ og „ale“ hafi betri áhrif á hjartað en hefðbundin „lager“ bjór.

Þrátt fyrir að óhófleg áfengisneysla auki áhættuna á hjarta og æðasjúkdómum, virðist hófleg neysla á bjór og víni hafa góð áhrif og hafa verndandi áhrif.

Göngum því hægt um gleðinnar dyr um helgina og höfum í huga að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-