-Auglýsing-

Sætindi í hófi gera okkur ekki feit eða valda hjartasjúkdómum

KonfektNú hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að lítilræði af þeim sætindum sem þér finnast best valdi ekki offitu eða hjartaáfalli.

Í rannsókn sem meira en 5.000 Bandaríkjamenn tóku þátt í fundust engin tengsl á milli lélegrar heilsu og þess að borða reglulega sætindi, en frá þessu er greint í vefútgáfu Daily Mail.

-Auglýsing-

Niðurstöður vísindamannanna sýndu að þeir sem borðuðu sætindi í það minnsta annan hvern dag voru ekki í líklegri til að vera í yfirvigt eða vera í meiri hættu á að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem fengu sér sætindi einu sinni í viku eða sjaldnar.

Það kemur kannski ekki á óvart en rannsóknin var kostuð af samtökum sætindasala í Ameríku (The National Confectioners Association).

- Auglýsing-

Næringarfræðingurinn Mary Murphy hjá miðstöð um efnaregluverk og fæðuöryggi í Washington DC (Center for Chemical Regulation & Food safety), segir „ við fundum ekkert samband á milli tíðni á sælgætisáti og BMI eða áhættu á hjarta og æðasjúkdómum í fullorðnum.“

Vísindamennirnir taka þó fram að þetta gefi ekki grænt ljós á óheft sælgætisát. Það sé áríðandi að hafa í huga að allt sé best í hófi.

Frú Murphy sagði niðurstöðurnar sem birtar eru í Nutrition Journal, mikilvægar á tímum þar sem sviðsljósinu væri beint að offitu sem aldrei fyrr.

Nær allir borða sætindi

Nær allir þátttakendur í rannsókninni (96%) sögðust borða sætindi – súkkulaði eða aðrar tegundir – en tíðni og magn væri breytilegt frá einum tíma til annars.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að að þeir sem neyta sætinda væru ekki líklegri til að vera í yfirþyngd eða vera í meiri áhættu að þróa með sér króníska sjúkdóma.

Í þessari rannsókn kom það á óvart að jafnvel þeir sem neyttu mestra sætinda voru ekki í meiri áhættu að þyngjast eða fá sjúkdóma.

Tíðni neyslu var ekki tengd áhættunni á offitu, þar sem notaðir voru mælikvarðar eins og BMI, mittismál og fituprósentumæling (skinfold).

Auk þess fundust engin tengsl eða merki um áhættu hjarta og æðasjúkdóma eins og blóðþrýsting, góða og vonda kólesterólið, aðrar hættulegar fitur eða insúlínþol.

Greiningin var byggð á spurningalistum og gögnum frá árunum 2003- 2006 frá National Health and Nutrition Examination Surevey (NHANES) sem innhélt gögn um fullorðna einstaklinga 19 ára og eldri.

- Auglýsing -

Vísindamennirnir segja að að niðurstöðurnar komi ekki með sannanir um að hægt sé að borða sælgæti án takmarkanna. Rannsóknin bendi hinsvegar til þess að flestir þeir sem láta eftir sér að fá sér súkkulaðimola eða önnur sætindi, geti gert það án þess að auka áhættuna á offitu eða hjarta og æðasjúkdómum.

Þeir bættu því við að þörf væri á frekari rannsóknum til að skilja betur hlutverkið sem súkkulaði og sætindi leika í lífi fólks til að geta gefið sem best heilræði hvernig hægt sé að koma sætindunum inn í hamingjusaman og heilbrigðan lífsstíl.

Pláss fyrir súkkulaðibita.

Samkvæmt greiningu á NHANES 05-06 gögnum Bandarísku krabbameinsstofnuninni (US National Cancer Institute) kemur fram að neysla sætinda sé um 44 kcal á dag eða um 2% af heildar kaloríuneyslu hjá meðalmanneskju.
Þetta sé að auki einungis ein teskeið af viðbættum sykri, eða um 5 grömm, sem samsvarar broti af þeim 100 til 150 kalóríum sem eru efri mörk þess sykurs sem Amerísku hjartasamtökin (American Heart Association) mæla með í daglegri næringu hjá fullorðnum einstaklingum.

Til samanburðar er hægt að nefna að þeir þrír vöruflokkar sem mest gefa af viðbættum sykri í daglegri neyslu – sykraðir drykkir, desertar sem byggðir eru á kornum (t.d. kökur og kex) og sætir ávaxtadrykkir – gefa um 60% af heildarmagni þess viðbætts sykurs sem neytt er.

Laura Shumow framkvæmdarstjóri málefna vísinda og regluverks hjá samtökum sætindasala í Ameríku segir „Það er pláss í lífinu fyrir litlu gleðigjafana sem sælgætismolar eru.

Hóflegur gleðibiti getur haft almenn jákvæð áhrif á skap og lífsgleði, og eins og rannsóknin sýnir, haft mjög lítil áhrif á næringu og heilsufarslega áhættu“.

Hér má sjá greinina í Daily Mail. 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-