Brunavarnir Suðurnesja tóku fyrir helgi við nýju Lúkas hjartahnoðtæki. Tækið er það fyrsta utan Reykjavíkur en aðeins eru nú þrjú slík tæki á landinu.
Njáll Pálsson hafði fyrir hönd Starfsmannafélags Brunavarna Suðurnesja forgöngu um söfnun til kaupa á Lúkas hjartahnoðtæki til nota á skjúkrabílum B.S. Njáll leitaði eftir stuðningi nokkurra klúbba og félagasamtaka og fór á fund hjá þeim og kynnti verkefnið. Undirtektir voru einstaklega góðar og safnaðist fyrir hjartahnoðtækinu á skömmum tíma, en verðmæti þess er um 2,5 milljónir króna með virðisaukaskatti.
Brunavarnir Suðurnesja kunna öllum þeim sem lögðu þessu verkefni lið hinar bestu þakkir, en með tilkomu Lúkas hjartahnoðtækisins er hægt að veita sjúklingum bestu mögulega þjónustu og auka lífslíkur þeirra sem lenda í hjartaáföllum.
Styrktaraðilar vegna söfnunar á Lucas – hjartahnoðstæki fyrir Brunavarnir Suðurnesja eru Lionsklúbbur Njarðvíkur, Lionsklúbburinn í Garði, Lionsklúbburinn Æsa í Njarðvík, Lionessuklúbbur Keflavíkur, Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í minningu Jóhanns Einvarðssonar, Maríu Hermannsdóttur og Hildar Guðmundsdóttur, Sjálfsbjörg Suðurnesjum, Kiwanisklúbburinn Hof Garði, Oddfellowstúkan Njörður, Rauði Kross Íslands Suðurnesjadeild, Björgunarsveitin Suðurnes og Soroptomistaklúbbur Keflavíkur.
www.vf.is 18.05.2013
Mynd er af vef víkurfrétta