-Auglýsing-

Neistinn styrktur um eina milljón

Landssamband bakarameistara vinnur ekki síður með hjartanu en höndunum. Félagar í sambandinu létu afrakstur af sölu hjálparsnúðsins ganga til Neistans félags hjartveikra barna. Af hverjum snúð fóru 25 krónur í söfnunina og söfnuðust í heildina ein milljón króna en á bak við það er sala á um 40.000 snúðum.

Það var hin margrómaði bakarameistari Jói Fel sem afhendi formanni Neistans milljónina fyrir hönd félags bakarameistara. Það var Guðrún Bergmann formaður Neistans sem veitti styrknum viðtöku sem eflaust kemur sér vel.  Markmið Neistans er m.a. Að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartasjúkdómum barna og hjartagalla, meðferð þeirra, réttindi fjölskyldunnar og mannlega þáttinn.

-Auglýsing-

Þess má geta að hér á landi greinast um 70 börn með hjartagalla ár hvert og þarf tæplega helmingur þeirra að gangast undir aðgerð af einhverju tagi, sum þeirra oftar en einu sinni og er þriðjungur þeirra framkvæmdar erlendis

Hér má sjá umfjöllun Íslands í dag um afhendingu styrksins frá Landssambandi bakarameistara

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-