Í síðustu viku var Pétur Guðjónsson staddur í World Class þar sem hann æfir reglulega. Í miðjum æfingum fær hann hjartastopp en sem betur fer voru læknir og hjúkrunarfræðingar á staðnum sem björguðu lífi hans. Pétur segist hafa dáið fjórum sinnum á þeim tíu mínútum sem lífgunartilraunir stóðu yfir.
Pétur lýsir þessari reynslu sinni í viðtali við Netvarp Pressunnar. Hann segir það dásamlega reynslu að deyja en er þó ekki tilbúinn til að yfirgefa þetta líf. Til þess á hann of mikið ógert. Sömuleiðis segir hann það dásamlega reynslu að hafa náð að yfirbuga óttann við dauðann.
Pétur er mjög andlega sinnaður og hefur verið virkur í samtökum á borð við Heimsgönguna og Vinum lífisins. Sú reynsla hefur hjálpað honum að yfirbuga allan ótta, enda segir Pétur að honum hafi aldrei liðið betur en einmitt í dag.
Viðtalið við Pétur má sjá hér.
www.pressan.is 16.10.2009