-Auglýsing-

Sameina slysa- og bráðadeild

Framkvæmdastjórn Landspítala hefur ákveðið að sameina bráðamóttöku við Hringbraut og slysa- og bráðadeild í Fossvogi í eina bráðadeild frá og með 15. mars 2010. Nýja bráðadeildin verður í Fossvogi. Jafnframt verður opnuð hjartamiðstöð við Hringbraut og verður hún opin frá mánudegi til föstudags. Sjúklingar sem eru til meðferðar á deildum vegna t.d. krabbameins eða nýrnabilunar og þurfa sérfræðiaðstoð vegna óstöðugs eða versnandi ástands koma á sína heimadeild í stað bráðadeildar.

Þessi breyting hefur verið til umræðu innan spítalans undanfarna mánuði. Ekki hefur verið full eining um breytinguna. Þannig segir í ályktun frá hjúkrunarráði Landspítalans frá því í maí að ráðið hafi miklar áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu. Taldi ráðið verulegar líkur á að breytingin skerti þjónustu við sjúklinga og stefndi öryggi ákveðinna hópa þeirra í hættu. Hjartaheill lýstu sömuleiðis yfir áhyggjum af breytingunni.

Mikil framþróun

-Auglýsing-

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forstjóra LSH segir að bráðalækningar og bráðahjúkrun séu faggreinar í mikilli framþróun og í endurbættu húsnæði í Fossvogi verði hægt að bæta þjónustu við sjúklinga enn frekar og auka öryggi þeirra. Liður í breytingunum sé endurskoðun á öllum verkferlum og tengslum milli bráðadeildar, sérgreina og deilda spítalans. Markmiðið sé að tryggja vel skilgreinda aðkomu og skilvirka verkferla fyrir alla sjúklingahópa sem leita á bráðadeild. Húsnæðið verði líka endurbætt og búnaður og tæki endurnýjuð.

Kostnaður við húsnæðisbreytingar, þjálfun starfsfólks og undirbúning, endurnýjun tækja og búnaðar og flutning er talinn verða um 230 milljónir króna. Hins vegar er áætlað að með því að sameina bráðamóttökurnar náist um 100 milljóna króna árlegur sparnaður.

- Auglýsing-

Morgunblaðið 07.07.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-