Sautján ára piltur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Birmingham á Englandi eftir að hafa fengið hjartaáfall þegar eldingu laust niður í hann í gær.
Fimm aðrir táningar voru færðir á sjúkrahús eftir að eldingu laust niður í Small Heath almenningsgarðinn í Birmingham í gær. Ástand þeirra er stöðugt að því er Sky-fréttastofan greinir frá.
-Auglýsing-
Þegar sjúkrastarfsmenn bar að garði var óbreyttur borgari að framkvæma hjartahnoð á hinn sautján ára pilt. Hann hlaut alvarleg brunasár eftir að hafa fengið eldinguna í sig og hjarta hans stöðvaðist.
www.dv.is 28.06.2009
-Auglýsing-