-Auglýsing-

Nýr útvefur Landspítala opinn almenningi

Nýr útvefur Landspítala var opnaður 10. júní 2009. Gamli útvefurinn var orðinn 10 ára og hefur á þeim tíma nýst vel.  Þróun Netsins hefur hins vegar verið mikil og hröð og því tímabært fyrir Landspítala að taka stórt skref í þessum efnum og mæta auknum þörfum  með nýjum vef.

Undanfarið ár hefur verið unnið að gerð þessa nýja útvefs.  Þótt opnun hans nú skipti miklu fyrir almenning og Landspítala er hún þó aðeins skref á langri braut.  Þróun á vefnum er stöðugt viðfangsefni en markmiðið er skýrt, þ.e. að stuðla að sem greiðastri upplýsingamiðlun í öllu starfi sem tengist spítalanum. Í því sambandi verður lögð áhersla á það að almenningur geti nýtt rafrænar leiðir í samskiptum við Landspítala í auknum mæli og sem allra mest.

-Auglýsing-

Fjölmargt nýtt og breytt ber fyrir augu þeirra sem skoða nýja Landspítalavefinn og margt á eftir að bætast þar við næstu misseri.  Meðal annars má benda á safnsíðuna “Sjúklingar/Aðstandendur” þar sem er safnað saman á einn stað því helsta sem fólk þarf að vita varðandi leiðina á sjúkrahúsið, dvölina þar og útskriftina. Aukið verður við þann lista eftir þörfum.  Nýtt og þægilegra viðmót er á vefsíðum með gjaldskrá, lausum störf og skipuriti, svo eitthvað sé nefnt.

Starfsfólk Landspítala vill að notendur vefsins hafi sem mest áhrif á þróun hans.  Því eru ábendingar vel þegnar. Til þess nægir að smella á myndina á forsíðu þar sem stendur “Mótum saman nýjan Landspítalavef”, fylla út formið þar og senda. 

- Auglýsing-

Nýr upplýsingavefur Landspítala er unninn í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Eskil og settur upp í vefumsjónarkerfinu Lísu.

www.landspitali.is 11.06.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-