-Auglýsing-

Byggjum nýtt Háskólasjúkrahús


Starfgreinasamband Íslands hefur lagt á það áherslu að efla þurfi mannaflsfrekar framkvæmdir til að koma í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi. Byggingageirinn er nú illa laskaður, þar er umtalsvert vinnuafl á lausu og verður áfram ef ekki er brugðist við. Ef hafist er handa um byggingu nýs Háskólasjúkrahúss, munar það umtalsverðu fyrir byggingariðnaðinn á höfuðborgarsvæðinu, húsið gæti orðið tilbúið árið 2015, jafnvel fyrr ef, vel tekst til. Landspítali háskólasjúkrahús er nú rekinn á um það bil eitthundrað stöðum í borginni. Nýtt fullkomið hátæknisjúkrahús, sem leysa mundi allar þessar byggingar af hólmi sparar líklega á bilinu 3 til 5 miljarða í rekstrarkostnaði á ári með aukinni skilvirkni og hagkvæmni þess að starfsemin er á einum stað. Þjónusta við sjúklinga mundi stórbatna frá því sem nú er, sem og allt starfsumhverfi. Slíkt sjúkrahús  og háskólastarfsemi yrði einnig öflugur bakhjarl mögulegrar útrásar á heilbrigðissviði, en þar liggja ótal tækifæri á ýmsum sérsviðum lækninga og heilsutengdrar þjónustu.  
Hvað kostar pakkinn?
Kostnaður við sjúkrahúshlutann liggur nærri 70 miljörðum og háskólans á bilinu 30-40 miljarðar. Heildarkostnaður við framkvæmdina er því á bilinu 100-120 miljarðar á byggingatíma, en eins og áður sagði sparast umtalsverður rekstrarkostnaður, svo framkvæmdin getur greitt sig upp á 25-30 árum. Þá sendur eftir að meta þau verðmæti sem liggja í öðrum eignum Landspítala, en vel má hugsa sér spítalann við Fossvog undir aðra mikilvæga heilsutengda starfsemi eða öldrunarþjónustu.

Höfum við efni á þessu núna?
Ef til vill er ríkissjóður svo skuldsettur að á hann sé ekki á bætandi til verklegra framkvæmda sem þessara. En höfum við efni á að grípa ekki til mannaflsfrekra verkefna, framkvæmda sem styrka velferðarkerfið og draga úr umtalsverðu atvinnuleysi í leiðinni. Ef skilyrði Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins koma í veg fyrir aukna skuldsetningu ríkissjóðs af þessum ástæðum má hugsa sér samstillt átak lífeyrissjóða og annarra fjárfesta við fjármögnun verkefnisins meðan kreppuástandið varir. Mikilvægast er að hefjast handa um arðbær samfélagsleg verkefni, eins og umrætt sjúkrahús virðist vera frá mörgum sjónarhornum séð. Við ættum að hafa efni á því, en spurningin er um leiðir að settu marki. Að því verða stjórnvöld að vinna m.a. í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Um Nýtt Háskólasjúkrahús má lesa á slóðinni www.haskolasjukrahus.is

www.sgs.is 07.01.2009 Af vef starfsgreinasambandssins  

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-