Þessi frétt fór algjörlega framhjá mér. Ég fór að googla kappann í dag og komst þá að því að hann hafði bara alls ekki fengið hjartaáfall sem betur fer.
Rakst semsagt á þessa frétt af vísi.is síðan 22. ágúst.
Franski leikarinn Jean Reno segist ekki hafa fengið hjartaáfall í vikunni líkt og erlendir fjölmiðlar hafa greint frá.
Reno sem er sextugur var staddur í fríi með eiginkonu sinni Zofiu á Karabísku eyjunni St. Barts þegar hann kenndi sér meins. Talsmaður leikarans segir að ekki hafi verið um hjartaáfall að ræða.
Meðal mynda sem Jean Reno hefur leikið í eru The Da Vinci Code, Ronin, Mission Impossible og síðast en ekki síst Leon frá árinu 1994 þar sem hann lék leigumorðingja á móti Natalie Portman.
Þess ber að geta að brjóstsviði og meltingartruflanir voru að hrjá Reno og taldi talsmaður hans það stafa af ófáti á krydduðum mat í Karíbahafinu.
Það er sem ég segi það er margt skrítið í henni veröld.
Þess má geta að konan sem er með honum á myndinni er konan hans hún Zofia