-Auglýsing-

Lífsnauðsynleg starfsemi

Slysa- og bráðadeild í Fossvogi er mikilvægur staður fyrir höfuðborgarsvæðið og raunar allt landið og miðin.

„Segja má að við sinnum öllu svæðinu milli Grænlands og Færeyja, bæði hvað varðar flug- og skipaferðir, auk þess sem gerist á landi,“ segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, yfirlæknir deildarinnar.

En hvernig er deildin í stakk búin til að sinna svo umfangsmiklu starfi?

-Auglýsing-

„Spítalinn hefur komið til móts við óskir deildarinnar um rýmri og betri aðstöðu. Hún er ágætlega í stakk búin til að sinna þessu hlutverki þó svo að margt mætti betur fara. Þar með talið hvað varðar aðstöðu og það sem snýr að tvískiptingu spítalans sem hefur gert okkur stundum erfitt fyrir.“

Væri betra að hafa bráðadeild á einum stað?
„Það er ekki nokkur spurning vegna þess að fólk er oftast með fleiri en eitt vandamál og það, að hafa tvo staði til að sinna sitt hvoru vandamálinu, gerir okkur erfiðara um vik að sinna sjúklingum. Í ljósi þessa er best að hafa þetta á einum stað.

- Auglýsing-

Það er komin upp mikil þörf á að þróa bráðafræði frekar og skriður kemst ekki á þau mál fyrr en starfsemin hefur verið sameinuðu undir einu þaki. Það er erfiðara að þróa bráðafræði á tveimur stöðum.“

En hvernig er staðan hvað mönnun snertir?
„Hún er nokkuð erfið um þessar mundir hvað varðar læknavænginn og rekja má orsakir þess til atburða undanfarnar vikur og mánuði í tengslum við breytingar á starfsemi utan spítalaþjónustu. Sú breyting sem varð að aðkomu deildarinnar hvað varðar svonefndan neyðarbíl leiddi til uppsagnar og brotthvarfs yngri lækna frá deildinni og við erum svolítið að ströggla um þessar mundir vegna þessa – en erum að leita leiða til að leysa málið.“

Er deildin í örri þróun að öðru leyti núna?

„Deildin hefur tekið heilmiklum breytingum undanfarin tvö ár með breyttu verklagi og áherslum í starfseminni sem hefur gert hana betur búna til að mæta sífellt vaxandi aðsókn.

Um 60 þúsund manns á ári

Árlega koma á deildina rúmlega 60 þúsund manns, þar af um tveir þriðju á svokallaða gönguvakt eða slysavakt og einn þriðji á svokallaða bráðavakt.

Við á slysa- og bráðadeild höfum útfært starfsemina þannig að við getum sinnt betur þessari auknu aðsókn í þjónustu deildarinnar, til að mynda getum við sinnt sjúklingum í allt að 24 klukkustundir. Það eykur getu okkar til að leita úrræða fyrir fleiri en áður og í kjölfarið höfum við fækkað innlögum á spítalann töluvert. Annað knýjandi úrlausnarefni er að stytta bið og gera starfsemina skilvirkari. Í síðustu viku tókum við upp nýtt móttökulag sem byggir á því að gera móttöku sjúklinga mun skilvirkari. En útkomu er ekki að vænta fyrr en eftir fáeinar vikur hvað varðar biðtíma og aðgengi að deildinni.

Við höfum fullan hug á að bæta þann þátt í samræmi við það sem bestu staðir austanhafs og vestan hafa verið að gera á undanförum fimm árum.“

Hverjar eru mestu framfarir síðustu ára í starfi?

„Við reiðum okkur aðallega á gott starfsfólk og starfsþróun þess á vettvangi bráðafræði sem við erum að móta sem nýja sérgrein á Íslandi. Bráðafræði hefir rutt sér til rúms undanfarin 20 ár, einkum í enskumælandi löndum. Við erum að þróa þetta við Landspítalann til að mæta sívaxandi kröfum um betur skipulagða móttöku bráðveikra á sjúkrahúsum. Stefna okkar er að stytta biðtíma verulega og auka þannig aðgengi að deildinni fyrir þá sem þurfa þjónustu hennar.“

- Auglýsing -

Morgunblaðið 17.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-