Actavis hefur sett samheitalyfið Valpress á markað á Íslandi. Þetta er fyrsta samheitalyf hjartalyfsins Diovan sem fáanlegt er á Norðurlöndunum, en víðast hvar í Vestur-Evrópu verður samheitalyf ekki fáanlegt fyrr en í fyrsta lagi árið 2011.
Samkvæmt upplýsingum frá Actavis er Valpress notað við háþrýstingi, nýlegu hjartadrepi og hjartabilun. Lyfið er þróað af Actavis og framleitt í lyfjaverksmiðju fyrirtækisins á Möltu.
-Auglýsing-
Valpress er þriðja samheitalyfið sem Actavis setur á markað á Íslandi á einum mánuði en mígrenilyfið Sumacta og geðlyfið Míron Smelt komu á markað í nóvember.
www.mbl.is 30.11.2007
-Auglýsing-