-Auglýsing-

Varð af rúmlega einni milljón króna vegna vinnutaps eftir nýrnagjöf

Íslenskur karlmaður sem gaf nýrnaveikum bróður sínum nýra á síðasta ári segist hafa orðið af rúmlega einni milljón króna eftir aðgerðina vegna vinnutaps. Hann segist hafa mætt litlum skilningi af hálfu kerfisins til að fá vinnutapið bætt þar sem hann var í sjálfstæðum rekstri. Heilbrigðisráðherra segir vilja allra til að bæta stöðu lifandi líffæragjafa hér á landi.

Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga á landspítalanum sagði í fréttum stöðvar tvö í gær að lifandi líffæragjafar á Íslandi tækju á sig stærstan hlutann af allri launaskerðingu vegna aðgerða sem þeir gengjust undir. Ríkið þyrfti að koma meira að málefnum lifandi líffæragjafa svo þeir fengju vinnutapið vegna aðgerðar bætt.
Hafsteinn Sveinsson gaf bróður sínum nýra í fyrrasumar. Bróðir hans hafði fengið nýra hjá föður þeirra árið 1989 en það gaf sig. Hann þurfti því á öðru nýra bróður síns að halda og heilsast þeim bræðrum vel. 

-Auglýsing-

Hafsteinn segir að hann hafi misst tvo mánuði úr í vinnu. Hann er sjálfstætt starfandi og segist einungis hafa fengið sjúkradagpeninga frá Tryggingastofnun sem námu 40 þúsund krónum á mánuði og eftir skatt fékk hann tæpar 25 þúsund krónur út.

Hafsteinn segir að ríkið þurfi að hlaupa undir bagga með þeim sem ákveði að gefa líffæri svo þeir verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni.
Hann segist aldrei sjá eftir þeirri ákvörðun að hafa gefið bróður sínum nýra. Hann segir eflaust marga hætta við að gefa líffæri þar sem vinnutapið fæst ekki bætt.

- Auglýsing-

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir málefni lifandi líffæragjafa koma öllum við. Vinnumarkaðurinn og stjórnvöld þurfi að sinna þeim málaflokki svo lifandi líffæragjafar geti haldið áfram að bjarga mannslífum.

www.visir.is 20.08.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-