Áhugaverð umfjöllun Íslands í dag um nýtt lyf í baráttunni við nikótínfíkn.
Nikótínlyf seljast í tonnavís á ári hverju og dæmi eru um að fólk verði jafnháð lyfjunum eins og tóbakinu sjálfu.
En nú er komið nýtt lyf á markaðinn, Champix, sem ekki inniheldur nikótín og fær jafnvel hörðustu reykingamenn að snúa bakinu við tóbakspúkanum fyrir fullt og allt.
Lyfið tekur burt unaðinn sem nikótínið veitir þannig að reykingamenn verða hreinlega afhuga tóbakinu.
Lungnalæknir segir lyfið hafa vægari aukaverkanir en önnur lyf en sé samt sem áður árangursríkara.
-Auglýsing-
Tengill á umfjöllunina: Ísland í dag 13.07.2007
-Auglýsing-