Bandarísku Hjartaverndarsamtökin hafa valið rannsókn Hjartaverndar þar sem uppgötvað var gen sem stýrir blóðþrýstingi manna, sem eina af tíu mikilvægustu rannsóknum ársins 2009 á sviði hjarta og heilasjúkdóma.
Rannsókn var í unnin í samstarfi Hjartaverndar, evrópskra og bandarískra vísindamanna. Vilmundur Guðnason prófessor og forstöðulæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar stýrði íslenska teyminu. Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Genetics í maí 2009.
-Auglýsing-
Bandarísku Hjartaverndarsamtökin hafa síðan 1996 birt árlega lista yfir tíu mikilvægustu rannsóknir á sviði hjarta og æðasjúkdóma og heilaáfalla.
Sjá nánari umfjöllun í fréttum sjónvarps á rúv á þessum tengli hér.
- Auglýsing-
www.ruv.is 28.12.2009
-Auglýsing-