KYNNING. Á Íslandi eiga sér stað milli 100 og 200 hjartastopp utan sjúkrahúss á hverju ári. Það sorglega er að aðeins 20-25% þeirra sem lenda í þessu lifa það af. Hjartastuðtæki leika þar lykilhlutverk og hafa margsannað sig sem einföld, örugg og lífsbjargandi.
Í neyðartilvikum, þegar hjarta hættir að slá skiptir tíminn sköpum. Hjartastuðtæki eins og LIFEPAK CR2 eru einföld í notkun og hönnuð til að bjarga mannslífum á örlagaríkum augnablikum. Þau eru ekki aðeins fyrir fagfólk heldur geta þau verið ómetanleg hjálpartæki fyrir almenning til að bregðast við skyndilegum hjartastoppum.
Af hverju er mikilvægt fyrir vinnustaði að vera með hjartastuðtæki?
Hjartastopp getur gerst hvar og hvenær sem er og hjá hverjum sem er – óháð aldri eða líkamsástandi. Hjartastopp eiga sér stað á vinnustöðum í 13% tilvika samkvæmt erlendum rannsóknum. Rannsóknir sýna að fyrstu mínúturnar eftir hjartastopp eru lykilatriði fyrir lífslíkur. Hjartastuðtæki eins og LIFEPAK CR2 geta:
- Sparar dýrmætan tíma: Meðaltími sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu er um 7 mínútur, en fyrstu 3–5 mínúturnar eru mikilvægar til að gefa hjartanu rafstuð og koma starfsemi þess aftur í gang.
- Einfaldar neyðaraðstoð: LIFEPAK CR2 er sérstaklega hannað til að vera auðvelt í notkun, jafnvel fyrir fólk sem hefur ekki áður veitt aðstoð.
- Eykur lífslíkur: Líkur á að lifa af hjartastopp minnka um 7–10% fyrir hverja mínútu sem líður án þess að hjartanu sé gefið rafstuð.
Hvað þarf vinnustaður mörg hjartastuðtæki?
Þörf á hjartastuðtækjum fer eftir stærð og eðli vinnustaðarins. Almenn viðmið:
- Litlir vinnustaðir: Eitt tæki ætti að vera nóg svo framarlega sem það er staðsett á aðgengilegum og áberandi stað.
- Stórir vinnustaðir eða staðir með mikin umgang: Það getur verið nauðsynlegt að hafa fleiri en eitt tæki, sérstaklega ef vinnustaðurinn nær yfir stórt svæði eða hefur margar byggingar.
Mikilvægt er að staðsetja tækin þar sem þau eru sýnileg og auðveldlega aðgengileg.
Hjartastuðtæki ættu að vera staðalbúnaður á vinnustöðum
Rétt eins og slökkvitæki eru nauðsynleg til að bregðast við bruna ættu hjartastuðtæki að vera staðalbúnaður á öllum vinnustöðum. Þau auka öryggi starfsmanna og gesta auk þess að senda skilaboð um að vinnustaðurinn leggi áherslu á heilbrigði og öryggi.
Með LIFEPAK CR2 og öðrum sambærilegum tækjum erum við betur í stakk búin til að bregðast við og bjarga mannslífum.
Niðurstaða
Hjartastuðtæki eru einföld í notkun, bjarga mannslífum og ættu að vera ómissandi hluti af öryggisbúnaði hvers vinnustaðar. Meðal flutningstími sjúkraflutninga undirstrikar mikilvægi þess að geta brugðist hratt við. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slík tæki munu skipta sköpum og bjarga mannslífi.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Fastus heilsa
Pistillinn er unninn í samvinnu við Fastus heilsu.