Hafsteinn Hafsteinsson lenti til þess að gera óvænt í opinni hjartaaðgerð og hjartalokuskiptum fyrir fjórum dögum.
Þegar hann var að koma sér á fætur eftir aðgerðina komst hann að því að á hjarta-, lungna og augnskurðdeild vantaði nýja hægindastóla þar sem þeir sem nú eru í setustofunni eru orðnir ansi lúnir. Stólarnir virka ekki sem skildi en eru nauðsynlegir fyrir sjúklinga deildarinnar sem margir eru að jafna sig eftir erfiðar aðgerðir.
Hafsteinn fékk þá hugmynd að slá í söfnun sem nú er í fullum gangi og markmiðið er að geta keypt þrjá Wizz hægindastóla frá Vouge sem ákvað að leggja verkefninu lið með rausnarlegum afslætti. Vonir standa til að stólarnir verði komnir í notkun áður en útsending hefst á frá Ólympíuleikunum.
Aðeins um Hafstein. Hafsteinn fékk grædda í sig hjartaloku fyrir tæpum 11 árum og fór í eftirlit hjá hjartalækninum sínum 3 maí síðastliðinn og allt kom vel út. Tveim vikum seinna fór hann að vera móður og þróttlítill og endaði á bráðamóttöku. Það er skemmst frá því að segja að leiðinn lá beint á hjartadeildina þar sem kom í ljós að skipta þyrfti aftur um hjartaloku.
Sett var stálloka og eins og Hafsteinn segir sjálfur „nú ganga stálmúsin og stálmaðurinn í takt“.
Hafsteinn er allur að koma til og sér fram á heimferð á næstu dögum en stefnir að því að geta horft á Ólympíuleikanna með öðrum á hjartadeildinni í nýjum stólum.
Söfnuninn er á í fullum gangi og þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning. 0536-26-112708 og kennitalan er 270876-4479.
Björn Ófeigs.