-Auglýsing-

302 sóttust eftir endurhæfingu

Á NÝLIÐNU ári sóttu 302 manns um endurhæfingu á hjartasviði Reykjalundar og komust 247 að. Magnús R. Jónasson, yfirlæknir hjartasviðs, segir að þar ríki ekkert aldurstakmark, en ungt fólk, sem sæki um í fyrsta sinn, hafi forgang.

Í Morgunblaðinu í gær kvartar 63 ára gömul kona yfir því að hafa ekki fengið enn einu sinni inni í endurhæfingu á hjartasviði Reykjalundar og segist hafa fengið þau svör hjá yfirlækni að hún væri orðin of gömul. Konan segist hafa fæðst með hjartagalla og oft hafa verið lögð inn vegna hjartabilunar, síðast fyrir tæplega tveimur árum.

Magnús R. Jónasson segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en í umræddu tilfelli sé um misskilning að ræða og ekki rétt eftir sér haft. Tilfellið sé að hjartasviði berist mun fleiri beiðnir en hægt sé að bregðast við og ekki sé hægt að sinna öllum.

-Auglýsing-

 Aðrir möguleikar
Hverju sinni eru 22 í endurhæfingu. Magnús segir að meðalaldur þeirra sem nú séu í endurhæfingu sé 60 ár, milli fimm og 10 manns séu yfir 70 ára og hann muni eftir 88 ára sjúklingi á nýliðnum árum. Hafa beri í huga að hjartaendurhæfing byggist á þjálfun og fræðslu með það að markmiði að sjúklingarnir nái sem bestu mögulegu líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði. Eldra fólk þurfi aðra nálgun og því sé því oft vísað annað, en reynslan sýni að fólk í elstu aldurshópum og þeir sem hafi nýlega verið í endurhæfingu, á nýliðnum tveimur til þremur árum, þurfi helst að sitja á hakanum. Þessu fólki sé sagt hver staðan sé og því bent á aðra þjónustumöguleika eins og til dæmis öldrunarþjónustuna á Landakotsspítala, heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og HL-stöðina í Reykjavík.

Þeir sem koma í endurhæfinguna koma flestir eftir kransæðaaðgerðir, lokuaðgerðir, kransæðavíkkanir og hjartaáföll og dvelja að jafnaði fjórar til fimm vikur. Magnús segir að metið sé hverjir séu í brýnastri þörf til að komast í endurhæfingu á hjartasviðinu og reynslan hafi sýnt að það skili ekki góðum árangri að fara í gegnum sömu endurhæfingu innan skamms tíma.

- Auglýsing-

Morgunblaðið 03.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-