-Auglýsing-

15 daga bið eftir aðgerð

Það er óbærilegt að þurfa að bíða dögum saman eftir að komast í hjartaaðgerð og eiga á hættu á að fá hjartaáfall hvenær sem er, segir maður sem hefur beðið í fimmtán daga eftir að komast í aðgerð. Yfirlæknir segir ófremdarástand ríkja í málefnum hjartveikra.

Guðmundur R. J Guðmundsson fór í hjartaþræðingu þann 26.nóvember þar sem í ljós kom að hann þurfti á frekari aðgerð að halda.Vegna anna á gjörgæsludeild var ekki hægt að gera aðgerðina strax. Hjartalæknir taldi hins vegar ekki ráðlegt að senda Guðmund  heim af spítalanum vegna þess að hætta væri á að hann fengi hjartaáfall og var hann lagður inn á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Guðmundur hefur nú beðið í 15 daga og segir biðina óbærilega. Guðmundur fer í aðgerðina á fimmtudaginn kemur en segir hóp manna í sömu stöðu og hann.

-Auglýsing-

Guðmundur hefur sent heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. Þar biður hann um að gjörgæsludeild Landspítalans verði efld.  Ekki sé verið að nýta fjármuni rétt með því að láta sjúklinga bíða á sjúkrastofnunum. Yfirlæknir á heilbrigðisstofnun Suðurnesja tekur undir þetta.

ruv.is
11.12.2007
Sjá sjónvarpsfrétt 

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-