-Auglýsing-

Veljið heila ávexti frekar en ávaxtasafa

iStock 000016606648XSmallÍ ráðleggingum um mataræði Íslendinga er mælt með því að borða 5 skammta eða 500 grömm af ávöxtum og grænmeti samtals á dag.Tekið er fram að 100 grömm af þessum 500 grömmum mega koma úr hreinum ávaxta- eða grænmetissafa en restin ætti að vera heilir ávextir og grænmeti.

Vissulega getur verið fljótlegra og jafnvel auðveldara að fá sér ávaxtasafa frekar en ávöxt en kostirnir við að borða ávexti eru þó meiri:
  • Neysla ávaxta- og grænmetissafa er ekki eins seðjandi og neysla  ávaxta og grænmetis og er því æskilegri fyrir þyngdarstjórnun
  • Safar innihalda minna magn af trefjum en ávextir og grænmeti
  • Safar innihalda minna magn vítamína en ávextir og grænmeti
  • Sumir safar innihalda viðbættan sykur eða sætuefni
Hérna eru borin saman næringargildi á milli þess sem kemur úr heilli appelsínu, hreinum appelsínusafa og sykraðs appelsínusafa. Augljóslega er appelsínan besti kosturinn.

Þannig að endilega veljið frekar heila ávexti og grænmeti umfram tilbúna safa, allavega upp að vissu marki. Gott er að miða við að drekka ekki mikið meira 100-200 grömm á dag og þá helst hreinan safa. En allt umfram 100 grömm telst ekki með í þeim 500 grömmum sem mælt er með til ávaxta- og grænmetisneyslu á dag. Ef markmiðið er að þyngdartap, þá væri skynsamlegast að halda safaneyslunni í algjöru lágmarki og drekka vatn í staðinn.

Pistillin er úr smiðju Hrundar Valgeirsdóttur næringarfræðings MSc sem heldur úti blogginu naering.com

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-