Fyrirsögin segir ýmislegt og er svo sönn. Það eru nefnilega ekki ný sannindi að svefninn er okkur mikilvægur til að halda heilsu og góðum lífsgæðum. Þetta á ekki síst við okkur hjartafólk. Ef við gefum okkur það að við sofum 8 klukkustundir á sólahring eyðum við um þriðjungi ævinnar sofandi. Það er því ekki ofsögum sagt að svefnherbergið okkar og þá um leið rúmið okkar er einn mikilvægasti staðurinn á heimilinu.
Á næstunni ætlum við að fjalla um svefninn frá ýmsum hliðum, svefnherbergið, svefnvenjur, hvað skiptir máli þegar við veljum okkur rúm miðað við þær þarfir sem við höfum. Að venju setjum við hjartað í fókus í umfjölluninni en þar eru nokkur atriði sem skipta máli. Lokatakmarkið er alltaf að bæta lífsgæði miðað við þær aðstæður sem við búum við og þar er hvíldin lykilatriði.
Það er stór ákvörðun að velja sér rúm og að mörgu að hyggja. Taka verður tillit til ýmissa þátta eins og heilsufars þeirra sem nota eiga rúmið, almennt notagildi, rafmagnsrúm eða ekki, endingartíma og þar mætti lengi telja. Umhirða er einnig mikilvægt atriði sem hafa ber í huga. Að lokum er tilvalið að taka svefnherbergið í gegn á sama tíma og skipt er um rúm til að gera það að helgireit heimilisins.
Til að fræðast meira um rúmbotna og heilsudýnur leituðum við til Sigga og Elísabetar í Svefn og heilsu sem hafa áratuga reynslu í sölu og þjónustu við kaupendur heilsurúma en þess má geta að um fjórðungur landsmanna sefur í rúmum frá Svefn og Heilsu samkvæmt upplýsingum frá Gallup.
Að sögn Elísabetar þá hefur verið mikil þróun í framleiðslu á rúmdýnum og gæðin alltaf að verða meiri og meiri. Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um myglu lagði Elísabet áherslu á að í þróun heilusdýna þá er mikil áhersla lögð á að nota efni í hæsta gæðaflokki til að dýnan andi vel en það lágmarkar hættuna á myglu auk þess sem mögulegt er að kaupa hlífðardýnur og lök sem verja dýnuna. Lykilatriði í umhirðu dýnunnar er þó almennt hreinlæti í svefnherberginu, regluleg rúmfataskipti og síðast en ekki síst að tryggja góð loftgæði í svefnherberginu. Þá má geta þess að Bodyprint dýnurnar eru þannig útbúnar að hægt er að taka utan af þeim og setja áklæðið í þvott.
Einnig lagði Elísabet áherslu á að allar rúmdýnur Svefn og heilsu væru svæðisskiptar þ.e. með mismundandi stífleika og eru þar af leiðandi mýkri á axla og mjaðmasvæði. Þetta getur skipt miklu máli hjá fólki sem er að glíma við stoðkerfisvandamál. Dýnurnar eru hannaðar til að ná sem bestri þyngdardreifingu og þess vegna er dýnan hönnuð eins og mannslíkaminn sem ætti að tryggja betra blóðflæði og hvíld.
Rannsóknir sýna að Evrópubúar skipta um rúm/dýnu á 8 ára fresti en við íslendingar sofum heldur lengur á okkar dýnum.
Rafmagnsrúmin eru með fjölmörgum stillimöguleikum þannig að auðvelt er að laga það að þörfum hvers og eins. Rúmbotnarnir frá Svefn og heilsu eru svo dæmi sé tekið með hnapp á fjarstýringu sem hækkar höfðarlagið um 6° sem samkvæmt rannsóknum léttir sjúklingum með lungnaþembu og brjóstsviða nætursvefn. Samkvæmt minni reynslu virkar það einnig vel fyrir hjartabilaða. Fyrir okkur hjartafólk skiptir þessi möguleiki máli því fyrir hjartabilaða er afar mikilvægt að geta hækkað höfðarlagið til að létta á mæði ef hún er til staðar. Þar koma rafmagnsrúmin sterk inn.
Það má því segja að það sé að mörgu að huga þegar kemur að vali á rétta rúminu og réttu dýnunni. Það skiptir máli að greina þarfirnar og fá ráð hjá sérfræðingum því rúm er ekki bara rúm og dýna er ekki bara dýna.
Til gamans má geta þess að Siggi Matt í Svefn og heilsu tekur virkan þátt í þróun heilsudýna frá tveim rúmframleiðendum.
Björn Ófeigs.